Lífið

Margrét Erla litabombuð

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjölmiðla- og fjöllistakonan Margrét Erla Maack tók sér hlé á dansæfingu til að vekja athygli á baráttu UNICEF fyrir réttindum allra barna. Litagleðin var í fyrirrúmi og Magga endaði með bleikt hár og blátt nef og sjúklega kát.

Allt er þetta gert í tengslum við litahlaupið The Color Run by Alvogen sem fer fram í Reykjavík á laugardag. Í gegnum litagleði Color Run vekur UNICEF athygli á því að öll börn eiga rétt á að lifa hamingjuríku lífi fullu af litum og gleði.

Af því tilefni hvetur UNICEF fólk til að gefa hvert öðru öðru fimmu fyrir árangrinum sem náðst hefur við að bæta líf barna á heimsvísu og senda sms-ið FIMMA í númerið 1900 til að halda baráttu UNICEF áfram. Sms-ið kostar einungis 500 kr.

Fullt af fólki hefur auk þess lýst yfir stuðningi sínum við réttindi barna með því að skutla inn myndum af sér á Facebook, Twitter og Instagram með hashtagginu #fimma  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×