Snerti fyrst kringluna í fyrra og vann gull á Smáþjóðaleikunum í dag Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2015 19:00 Guðni Valur með verðlaunin sín í dag. Vísir/E. Stefán Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Sjá meira
Árangur Guðna Vals Guðnasonar á Smáþjóðaleikunum hefur komið mörgum í opna skjöldu en hann gerði sér lítið fyrir í dag og vann gullverðlaun í kringlukasti. Árangurinn er ekki síst merkilegur í því ljósi að hann er í raun nýbyrjaður að æfa greinina. „Ég snerti kringluna fyrst í fyrra og keppti í mína fyrsta móti snemma sumars og kastaði þá 49 m með 1,75 kg kringlu,“ sagði hinn nítján ára Guðni en hefðbundin kringla er 2 kg þung. Guðni Valur æfir með ÍR og segja þjálfarar hans að hann hafi alla burði til að ná langt á alþjóðavísu. Sjálfur hefur hann ekki útilokað að ná lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana á næsta ári. En hlutirnir hafa gerst hratt hjá þessum efnilega kappa. „Ég var líka að æfa kúluvarp með kringlunni og var stefnan að komast inn á HM nítján ára og yngri sem tókst þó ekki. Ég var þó ansi nálægt því í desember.“ Guðni keppti á Norðurlandameistaramótinu í báðum greinum og hélt áfram að bæta sig. „En ég hef ekki getað æft kúluna síðan í vetur þegar ég festi löppina í plankanum og þá small eitthvað í hnénu.“ „Þannig að ég hef einbeitt mér að kringlunni sem hefur gengið mjög vel. Ég kastaði 56,41 m í dag og bætti mig um 80 sentímetra eða svo. Ég held að ég sé kominn á topp tíu listann á Íslandi sem er mjög fínt,“ sagði Guðni en bætti við: „Ég stefni auðvitað á fyrsta sætið. Það væri líka gaman að ná því á heimslistanum líka.“ Ljóst er að Guðni á mikið eftir í íþróttinni enda enn ungur og í raun nýbyrjaður að æfa og keppa. Og það má heyra á honum að hann er óhræddur við að láta sig dreyma. „Ég stefni hátt. Það væri gaman að komast á Ólympíuleikana á næsta ári. Það er langsótt enda lágmarkið 66 m. Maður verður að bíða og sjá hversu mikið maður getur gert á næsta ári.“ Guðni æfði körfubolta í sjö og hálft ár og golf í tíu ár. Hann hætti því í fyrra vegna tímaskorts en sneri sér þá að kastgreinum. „Maður fær mjöðmina úr golfinu í köstin, ef það tekst yfir höfuð. Það er oft mjög erfitt og á eftir að koma betur hjá mér,“ sagði hann og ætlar sér langt í kringlukasti. „Maður fer ekki að æfa eitthvað nema að ætla sér að verða bestur í því. Það er bara svoleiðis.“ „Ég stefndi á sigur í dag og ætlaði að reyna að bæta mig, sem tókst. Mér skilst að veðurspáin hefði verið slæm en það skipti mig litlu máli. Veðrið var fínt og mér tókst að bæta mig.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald Fótbolti „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Körfubolti „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Handbolti Fleiri fréttir McIlroy vann Masters í bráðabana „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Ancelotti: Mbappé er ekki ofbeldisfullur en þetta var augljóst rautt spjald „Getum klárlega farið alla leið ef við viljum það“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Hinrik skoraði sitt fyrsta mark í óvæntu bikartapi Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Mbappé sá rautt í sigri Real Madrid Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Hræddur um að McIlroy klúðri málunum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Albert og félagar misstigu sig Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Düsseldorf nálgast toppinn Þriðja tap Brynjólfs og félaga í röð Hörð keppni um Delap í sumar Sautján ára hljóp tvö hundruð metrana á undir tuttugu sekúndum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn