Lífið

Ísland í dag í kvöld: Er pressan á konur eitthvað meiri en á karla?

sindri sindrason skrifar
Í kvöld byrjum við á að fara yfir bleiku fréttirnar með Kjartani Atla en það er af nógu að taka.

Því næst horfum við til baka með Sigrúnu Ósk en að þessu sinni rifjum við upp Sjónvarpsmarkaðinn sem naut nokkura vinsælda hér á árum áður.

Þá fáum við til okkar Álfrúnu Pálsdóttur, ritstjóra Glamour og ræðum grein sem birtist í blaðinu um konur og þá pressu sem sumir vilja meina að liggi á þeim þ.e.a.s að þær þurfi að vera bestar á öllum vígstöðum. Er þetta staðreynd eða eitthvað sem þær telja sér sjálfar trú um.

Við heimsækjum einnig Keili sem útskrifar tvöþúsundasta nemandann á morgun, fáum Siggu Kling til að spá í spilin og komumst að því með Evu Laufeyju hvaða rétti er tilvalið að grilla í sumar.

Ekki missa af mjög svo fjölbreyttu Íslandi í dag klukkan 18:55 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×