Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2015 12:00 Amnesty segir að herinn hafi svelt unga menn og beitt þá pyntingum. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka her Nígeríu um stríðsglæpi í landinu. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa birt eru herforingjar nefndir á nafn sem samtökin segja að eigi að sækja fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða þúsunda ungra manna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram. Skýrslan byrjar á sögu Saleh Jega sem er smiður og bjó hann við stöðuga ógn af Boko Haram í heimahéraði sínu Maiduguri. Þann 25. nóvember 2012 var Saleh tekinn höndum þegar hermenn voru að leita meðlima Boko Haram en þeir virðast hafa handsamað fjölda manna sem voru það ekki. Næstu fimmtán mánuði sat Saleh í fangaklefa ásamt tugum annarra manna. Fangaklefinn var svo þétt setinn að mennirnir í gátu ekki allir setið í einu og þurftu þeir að taka vaktir í því að standa. Þá segir Saleh að loftræsting hafi verið svo slæm að menn hafi kafnað í klefanum. Þeir fengu smáan skammt af hrísgrjónum einu til tvisvar sinnum á dag og var sjaldan gefið vatn. Saleh tókst að flýja þegar Boko Haram réðust á herstöðina þar sem þeim var haldið. Á þeim 15 mánuðum sem hann var í haldi segist hann hafa séð marga samfanga sína deyja úr hungri og þorsta. Þegar verst var sá hann allt að 80 unga menn deyja á einum degi. Af þeim 19 sem hann var handtekinn með voru einungis fjórir á lífi þegar þeir sluppu.Ástæða er til að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi, sem er hluti af skýrslu Amnesty. Það getur vakið óhug.Skýrslu Amnesty International má sjá hér. Samtökin segja að rúmlega tuttugu þúsund manns, þar af flestir ungir menn og jafnvel níu ára gamlir drengir, hafi verið handsamaðir af hernum grunaðir um aðild að Boko Haram frá árinu 2009. Þau segja að meira en 1.200 hafi verið teknir af lífi við leitar hermanna og að minnst sjö þúsund manns hafi látið lífið í haldi hersins. Þó segir í skýrslunni að rauntölur muni líklega aldrei líta dagsins ljós, en líklega væru þær mun hærri en þau dæmi sem Amnesty fundu. Skýrsla samtakanna er unnin úr myndböndum, skjölum frá hernum, viðtölum við fórnarlömb, vitni hermenn og fleir heimildum. Þar segir að yfirmenn hersins hafi vitað af tilviljunakendum handtökum og fjölda dauðsfalla meðal fanga hersins, en ekki brugðist við. Háttsettur meðlimur hersins, sem Amnesty ræddi við, sýndi rannsakendum lista yfir 683 einstaklinga sem dóu í Giwa fangabúðunum á einungis fimm mánuðum. Hann sagðist telja að um fimm þúsund hefðu dáið í þeim búðum frá ársbyrjun 2013. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka her Nígeríu um stríðsglæpi í landinu. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa birt eru herforingjar nefndir á nafn sem samtökin segja að eigi að sækja fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða þúsunda ungra manna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram. Skýrslan byrjar á sögu Saleh Jega sem er smiður og bjó hann við stöðuga ógn af Boko Haram í heimahéraði sínu Maiduguri. Þann 25. nóvember 2012 var Saleh tekinn höndum þegar hermenn voru að leita meðlima Boko Haram en þeir virðast hafa handsamað fjölda manna sem voru það ekki. Næstu fimmtán mánuði sat Saleh í fangaklefa ásamt tugum annarra manna. Fangaklefinn var svo þétt setinn að mennirnir í gátu ekki allir setið í einu og þurftu þeir að taka vaktir í því að standa. Þá segir Saleh að loftræsting hafi verið svo slæm að menn hafi kafnað í klefanum. Þeir fengu smáan skammt af hrísgrjónum einu til tvisvar sinnum á dag og var sjaldan gefið vatn. Saleh tókst að flýja þegar Boko Haram réðust á herstöðina þar sem þeim var haldið. Á þeim 15 mánuðum sem hann var í haldi segist hann hafa séð marga samfanga sína deyja úr hungri og þorsta. Þegar verst var sá hann allt að 80 unga menn deyja á einum degi. Af þeim 19 sem hann var handtekinn með voru einungis fjórir á lífi þegar þeir sluppu.Ástæða er til að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi, sem er hluti af skýrslu Amnesty. Það getur vakið óhug.Skýrslu Amnesty International má sjá hér. Samtökin segja að rúmlega tuttugu þúsund manns, þar af flestir ungir menn og jafnvel níu ára gamlir drengir, hafi verið handsamaðir af hernum grunaðir um aðild að Boko Haram frá árinu 2009. Þau segja að meira en 1.200 hafi verið teknir af lífi við leitar hermanna og að minnst sjö þúsund manns hafi látið lífið í haldi hersins. Þó segir í skýrslunni að rauntölur muni líklega aldrei líta dagsins ljós, en líklega væru þær mun hærri en þau dæmi sem Amnesty fundu. Skýrsla samtakanna er unnin úr myndböndum, skjölum frá hernum, viðtölum við fórnarlömb, vitni hermenn og fleir heimildum. Þar segir að yfirmenn hersins hafi vitað af tilviljunakendum handtökum og fjölda dauðsfalla meðal fanga hersins, en ekki brugðist við. Háttsettur meðlimur hersins, sem Amnesty ræddi við, sýndi rannsakendum lista yfir 683 einstaklinga sem dóu í Giwa fangabúðunum á einungis fimm mánuðum. Hann sagðist telja að um fimm þúsund hefðu dáið í þeim búðum frá ársbyrjun 2013.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Sjá meira