Her Nígeríu sakaður um stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 4. júní 2015 12:00 Amnesty segir að herinn hafi svelt unga menn og beitt þá pyntingum. Vísir/EPA Mannréttindasamtökin Amnesty International saka her Nígeríu um stríðsglæpi í landinu. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa birt eru herforingjar nefndir á nafn sem samtökin segja að eigi að sækja fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða þúsunda ungra manna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram. Skýrslan byrjar á sögu Saleh Jega sem er smiður og bjó hann við stöðuga ógn af Boko Haram í heimahéraði sínu Maiduguri. Þann 25. nóvember 2012 var Saleh tekinn höndum þegar hermenn voru að leita meðlima Boko Haram en þeir virðast hafa handsamað fjölda manna sem voru það ekki. Næstu fimmtán mánuði sat Saleh í fangaklefa ásamt tugum annarra manna. Fangaklefinn var svo þétt setinn að mennirnir í gátu ekki allir setið í einu og þurftu þeir að taka vaktir í því að standa. Þá segir Saleh að loftræsting hafi verið svo slæm að menn hafi kafnað í klefanum. Þeir fengu smáan skammt af hrísgrjónum einu til tvisvar sinnum á dag og var sjaldan gefið vatn. Saleh tókst að flýja þegar Boko Haram réðust á herstöðina þar sem þeim var haldið. Á þeim 15 mánuðum sem hann var í haldi segist hann hafa séð marga samfanga sína deyja úr hungri og þorsta. Þegar verst var sá hann allt að 80 unga menn deyja á einum degi. Af þeim 19 sem hann var handtekinn með voru einungis fjórir á lífi þegar þeir sluppu.Ástæða er til að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi, sem er hluti af skýrslu Amnesty. Það getur vakið óhug.Skýrslu Amnesty International má sjá hér. Samtökin segja að rúmlega tuttugu þúsund manns, þar af flestir ungir menn og jafnvel níu ára gamlir drengir, hafi verið handsamaðir af hernum grunaðir um aðild að Boko Haram frá árinu 2009. Þau segja að meira en 1.200 hafi verið teknir af lífi við leitar hermanna og að minnst sjö þúsund manns hafi látið lífið í haldi hersins. Þó segir í skýrslunni að rauntölur muni líklega aldrei líta dagsins ljós, en líklega væru þær mun hærri en þau dæmi sem Amnesty fundu. Skýrsla samtakanna er unnin úr myndböndum, skjölum frá hernum, viðtölum við fórnarlömb, vitni hermenn og fleir heimildum. Þar segir að yfirmenn hersins hafi vitað af tilviljunakendum handtökum og fjölda dauðsfalla meðal fanga hersins, en ekki brugðist við. Háttsettur meðlimur hersins, sem Amnesty ræddi við, sýndi rannsakendum lista yfir 683 einstaklinga sem dóu í Giwa fangabúðunum á einungis fimm mánuðum. Hann sagðist telja að um fimm þúsund hefðu dáið í þeim búðum frá ársbyrjun 2013. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Mannréttindasamtökin Amnesty International saka her Nígeríu um stríðsglæpi í landinu. Í nýrri skýrslu sem samtökin hafa birt eru herforingjar nefndir á nafn sem samtökin segja að eigi að sækja fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Þeir eru sakaðir um að bera ábyrgð á dauða þúsunda ungra manna í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum Boko Haram. Skýrslan byrjar á sögu Saleh Jega sem er smiður og bjó hann við stöðuga ógn af Boko Haram í heimahéraði sínu Maiduguri. Þann 25. nóvember 2012 var Saleh tekinn höndum þegar hermenn voru að leita meðlima Boko Haram en þeir virðast hafa handsamað fjölda manna sem voru það ekki. Næstu fimmtán mánuði sat Saleh í fangaklefa ásamt tugum annarra manna. Fangaklefinn var svo þétt setinn að mennirnir í gátu ekki allir setið í einu og þurftu þeir að taka vaktir í því að standa. Þá segir Saleh að loftræsting hafi verið svo slæm að menn hafi kafnað í klefanum. Þeir fengu smáan skammt af hrísgrjónum einu til tvisvar sinnum á dag og var sjaldan gefið vatn. Saleh tókst að flýja þegar Boko Haram réðust á herstöðina þar sem þeim var haldið. Á þeim 15 mánuðum sem hann var í haldi segist hann hafa séð marga samfanga sína deyja úr hungri og þorsta. Þegar verst var sá hann allt að 80 unga menn deyja á einum degi. Af þeim 19 sem hann var handtekinn með voru einungis fjórir á lífi þegar þeir sluppu.Ástæða er til að vara viðkvæma við meðfylgjandi myndbandi, sem er hluti af skýrslu Amnesty. Það getur vakið óhug.Skýrslu Amnesty International má sjá hér. Samtökin segja að rúmlega tuttugu þúsund manns, þar af flestir ungir menn og jafnvel níu ára gamlir drengir, hafi verið handsamaðir af hernum grunaðir um aðild að Boko Haram frá árinu 2009. Þau segja að meira en 1.200 hafi verið teknir af lífi við leitar hermanna og að minnst sjö þúsund manns hafi látið lífið í haldi hersins. Þó segir í skýrslunni að rauntölur muni líklega aldrei líta dagsins ljós, en líklega væru þær mun hærri en þau dæmi sem Amnesty fundu. Skýrsla samtakanna er unnin úr myndböndum, skjölum frá hernum, viðtölum við fórnarlömb, vitni hermenn og fleir heimildum. Þar segir að yfirmenn hersins hafi vitað af tilviljunakendum handtökum og fjölda dauðsfalla meðal fanga hersins, en ekki brugðist við. Háttsettur meðlimur hersins, sem Amnesty ræddi við, sýndi rannsakendum lista yfir 683 einstaklinga sem dóu í Giwa fangabúðunum á einungis fimm mánuðum. Hann sagðist telja að um fimm þúsund hefðu dáið í þeim búðum frá ársbyrjun 2013.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira