Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Gengur ekkert mikið lengur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:55 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki geta gengið harðar fram í kjarabaráttu þeirra við ríkið. Þeir muni þó leyfa sjúklingum að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. vísir/vilhelm Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira