Verkfall hjúkrunarfræðinga: „Gengur ekkert mikið lengur“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 3. júní 2015 11:55 Formaður Félags hjúkrunarfræðinga segir hjúkrunarfræðinga ekki geta gengið harðar fram í kjarabaráttu þeirra við ríkið. Þeir muni þó leyfa sjúklingum að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. vísir/vilhelm Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur. Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins í dag. Fundurinn verður sá fyrsti í fimm daga, eða allt frá því að samninganefnd hjúkrunarfræðinga hafnaði tilboði ríkisins. Formaður Félags hjúkrunarfræðinga furðar sig á því að ríkissáttasemjari hafi ekki séð tilefni til að boða til fundar fyrr. Staðan sé grafalvarleg. Samninganefnd ríkisins lagði á síðasta fundi til að eftir fjögur ár yrðu byrjunarlaun hjúkrunarfræðinga um 359 þúsund, að sögn Ólafs. Hann segist ekki geta sætt sig við þá tölu.Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga.Sjúklingar fái að njóta vafans „Við lögðum fram kröfugerð í upphafi og endurskoðuðum hana síðan og lögðum fram aftur. Hún hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá samninganefnd ríkisins en við stöndum við þá kröfugerð að svo stöddu," segir Ólafur. Aðspurður hvort gengið verði harðar fram í kjarabaráttunni segir hann það erfitt, en að sjúklingar muni fá að njóta vafans þegar kemur að undanþágubeiðnum. „Við erum náttúrulega í allsherjarverkfalli og það er erfitt að ganga harðar fram þar sem við þurfum að manna þessa öryggislista sem eru í gildi. En við leyfum sjúklingum að njóta vafans þegar um undanþágubeiðnir er að ræða og við munum ekkert kvika frá því." Þá segir hann stöðuna á heilbrigðisstofnunum um land allt gríðarlega erfiða og grafalvarlega. „Það er mikið álag á heilbrigðisstofnunum. Það gefur auga leið að þegar þú ert með 500 hjúkrunarfræðinga af 2.100 í vinnu þá eðlilega verður álagið mikið. Félagsmenn mínir finna fyrir því og stofnanir allar finna fyrir því að það hriktir mjög í stoðunum. Ástandið er mjög erfitt og gengur ekkert mjög mikið lengur.“Skora á ráðherra Hjúkrunarfræðingar sendu fjármála- og efnahagsráðherra opið bréf í dag þar sem hann er hvattur til að bregðast við stöðunni. Þannig sé hann að tryggja skjólstæðingum heilbrigðiskerfisins örugga og öfluga hjúkrun. Þeir segjast munu þrýsta á að samningar náist um samkeppnishæf laun, þar sem mikil eftirspurn sé eftir sérþekkingu þeirra og starfskröftum, hérlendis og erlendis. Samninganefndir Bandalags háskólamanna og ríkisins munu einnig hittast á fundi klukkan þrjú í dag, eftir árangurslausan fund þeirra í gær. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, sagði að þá hafi komið fram nokkrir umræðupunktar sem unnið verði frekar með á fundinum í dag. Verkfall BHM hefur nú staðið yfir í um átta vikur.
Verkfall 2016 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira