Jon Stewart hryggur yfir Charleston-morðunum: „Þetta var hryðjuverkaárás“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 19. júní 2015 17:41 Jon Stewart lét grínið lönd og leið í gærkvöldi en hann hélt þess í stað tilfinningaþrungna ræðu um kynþáttamisrétti. Vísir/EPA Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Þáttastjórnandinn Jon Stewart segist hafa eitt hlutverk í vinnunni. Það er að semja brandara um hinar ýmsu fréttir og flytja þær á kómískan hátt fyrir áhorfendur sína í sal og heima í stofu. Honum var hins vegar enginn hlátur í hug þegar fréttir bárust af morðunum í Charleston en hann flutti ræðu um árásina í þætti sínum í gær. Eins og kunnugt er gekk ungur maður inn í kirkju svartra í Charleston og myrti níu manns. Ræða Stewarts er áhrifamikil en hana má sjá í myndbandinu hér að neðan. Stewart sagðist ekki geta gert grín að atburðinum.Sjá einnig: Fékk skotvopnið í afmælisgjöf „Ég hef í hreinskilni sagt ekkert fram að færa nema sorg eina ferðina enn þegar við þurfum að horfast í augu við þann botnlausa pytt af hinu gjörspillta ofbeldi sem við beitum hvert annað og inn í miðpunkt gapandi sárs kynþáttahaturs sem virðist ekki gróa en við látumst samt ekki sjá það,“ sagði Stewart þungur á brún. Salurinn þagnaði þegar Stewart hóf einræðu sína um voðaverkin í Charleston og þögnin var áþreifanleg.Vill kalla morðin í Charleston réttu nafni - hryðjuverk „En ég er viss um að ef við horfum inn í það, viðurkennum það, sjáum það fyrir það sem það raunverulega er munum við samt ekki gera rassgat í málinu. Þannig erum við,“ sagði Stewart vonlítill.Sjá einnig: Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn „Þetta var hryðjuverkaárás,“ sagði grínistinn alvarlegur í bragði. Stewart benti á að hann hefði heyrt mann segja í sjónvarpinu að ógæfa hefði dunið yfir kirkjuna í Charleston. „Þetta var ekki fellibylur. Þetta var kynþáttahatur.“ Margir hafa bent á að sú tilhneiging virðist vera að kalla morðin fjöldamorð en ekki hryðjuverk og Jon Stewart er einn þeirra. Hann lét í ljós vonleysi sitt þegar kemur að því hversu ólík viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna eru þegar kemur að erlendri ógn við landann og þegar ofbeldið er sprottið frá Bandaríkjamönnunum sjálfum. Stewart vill ekki kalla atburðina í Charleston neitt annað en hryðjuverk.Sjá einnig: Játaði að hafa myrt níu manns Eftir ræðu Stewarts kynnti hann inn gest sinn, Malölu Yousafzai. „Það er enginn í heiminum sem ég myndi heldur vilja tala við í kvöld.“ Malala er Pakistanskur aktivisti og baráttukona fyrir auknum réttindum stúlkna í Mið-Austurlöndum en hún var skotin í höfuðið af ofstækismönnum fyrir að láta rödd sína heyrast.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira