Sport

Ólympíumeistari etur kappi við Íslendinga í Stara Zagora

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Krisztián Pars er einn allra besti sleggjukastari heims.
Krisztián Pars er einn allra besti sleggjukastari heims. vísir/getty
Evrópukeppni landsliða í frjálsíþróttum hefst á morgun, en Ísland keppir 2. deild að þessu sinni eftir að komast upp úr 3. deildinni síðasta sumar.

Ísland fær þetta ár til að sýna sig á meðal sterkari þjóða án þess að falla, en eins og Fréttablaðið greindi frá í dag fellur ekkert lið að þessu sinni úr 2. deild.

Okkar fólk mætir mun sterkari keppendum en í 3. deildinni í fyrra. Á meðal keppanda í Stara Zagora í Búlgaríu, þar sem 2. deildin fer fram í sumar, er Ungverjinn Krisztián Pars.

Pars er ríkjandi Ólympíu- og Evrópumeistari í sleggjukasti og hefur lengst kastað 82,45 metra. Pars hefur tvívegis orðið Evrópumeistari og einnig fengið brons á Evrópumóti auk þess sem hann á tvö silfur frá heimsmeistaramótum (2011 og 2013).

Það verður ekkert grín fyrir okkar mann, Hilmar Örn Jónsson, að glíma við Pars og nokkra aðra sterka í sleggjukastinu, en fjórir sem keppa í Stara Zagora hafa kastað yfir 70 metra. Hilmar á best 69,31 metra.

Ungverjaland féll úr 1. deildinni í fyrra og ætlar sér upp aftur, en auk Ungverjalands og Íslands eru í 2. deildinni Slóvenía, Danmörk, Sería, Króatía og Kýpur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×