Fjárfestar frá Mið-Austurlöndum og Kína vilja eignast Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. júní 2015 22:15 Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis. Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Slitastjórn Glitnis er vongóð um að það takist að selja Íslandsbanka fjárfestum frá Mið-Austurlöndum og Kína á næstu vikum. Viljayfirlýsing þess efnis hefur þegar verið undirrituð. Samkvæmt erindi kröfuhafa Glitnis banka til íslenskra stjórnvalda sem kynnt var í síðustu viku í tengslum við afnám gjaldeyrishafta segir: „Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60% söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60% af bókfærðu virði bankans.“ Þá er gerð krafa um að bankinn verði í erlendu eignarhaldi í að minnsta kosti fimm ár. Sigurður Hannesson sagði í þættinum Klinkinu í Íslandi í dag á þriðjudag að þetta væri gert að kröfu kröfuhafa Glitnis banka. „Kröfuhafar Glitnis telja að til sé erlendur kaupandi að Íslandsbanka og komu þess vegna með ákveðna tillögu um það að ef bankinn verður seldur erlendum kaupanda þá uppfylli þeir stöðugleikaskilyrðin með ákveðnum hætti,“ sagði Sigurður í þættinum. Þess skal getið í erindi Glitnis kemur fram að stjórnvöld geti gert kröfu um nánar tilgreindar takmarkanir á ráðstöfunarheimildum nýrra erlendra eigenda Íslandsbanka vegna áhrifa á greiðslujöfnuð. Þarna er verið að vísa til takmarkana á arðgreislum í erlendum gjaldeyri. En hvaða erlendu fjárfestar eru þetta sem eru að kaupa Íslandsbanka? Í febrúar síðastliðnum var undirrituð viljayfirlýsing milli slitabús Glitnis og hóps fjárfesta frá Kína og Mið-Austurlöndum um kaupin á Íslandsbanka. Steinunn Guðbjartsdóttir formaður slitastjórnar Glitnis sagði í samtali við Stöð 2 að salan á Íslandsbanka hafi tekið lengri tíma en hún og samstarfsfólk hennar áttu von á en sagðist engu að síður mjög bjartsýn á að það tækist að ganga frá samningi. Nöfn þessara fjárfesta hafa ekki fengist upp gefin. Það sem á eftir að gera er að ljúka áreiðanleikakönnun á bankanum. Þá á jafnframt eftir að upplýsa Fjármálaeftirlitið um kaupendurna og fá samþykki þess fyrir eignarhaldinu. Verði Íslandsbanki seldur á bókfærðu virði ætti salan á bankanum að skila ríkissjóði jafnvirði 71 milljarðs króna í erlendum gjaldeyri samkvæmt yfirlýsingu kröfuhafanna. Áður verður slitabú Glitnis búið að greiða ríkissjóði 37 milljarða króna arðgreiðslu vegna hagnaðar Íslandsbanka en þeir peningar hefðu að öðrum kosti farið til kröfuhafa Glitnis.
Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira