Vinnur Golden State sinn fyrsta NBA-titil í 40 ár í nótt? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:15 LeBron James þarf að eiga stórleik ætli Cleveland sér að knýja fram sjöunda leikinn. vísir/getty Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum. NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum.
NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Sjá meira
Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00
Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30
Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41
LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00