Vinnur Golden State sinn fyrsta NBA-titil í 40 ár í nótt? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. júní 2015 18:15 LeBron James þarf að eiga stórleik ætli Cleveland sér að knýja fram sjöunda leikinn. vísir/getty Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum. NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Sjötti leikur Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar fer fram á heimavelli Cleveland, Quicken Loans Arena, í nótt. Staðan í einvíginu er 3-2, Golden State í vil, og með sigri tryggja stríðsmennirnir sér sinn fyrsta meistaratitil í 40 ár, eða frá árinu 1975 þegar Rick Barry var aðalmaðurinn í liðinu. Cleveland þarf hins vegar á sigri að halda til að jafna metin í einvíginu og knýja fram leik númer sjö í Oakland aðfaranótt laugardags. Golden State hefur unnið tvo síðustu leikina í einvíginu eftir að Cleveland tók forystuna, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna. Síðasti leikur liðanna var jafn lengst af og þegar rúmar fimm mínútur voru eftir munaði einu stigi á þeim, 85-84. En Golden State átti magnaðan endasprett með Andre Igoudala og Stephen Curry í broddi fylkingar og vann að lokum 13 stiga sigur, 104-91. Curry hrökk heldur betur í gang í fimmta leiknum þar sem hann skoraði 37 stig og setti m.a. niður sjö af 13 þriggja stiga skotum sínum. Curry var misjafn í fyrstu fjórum leikjunum og náði sér t.a.m. engan veginn á strik í leik númer tvö þar sem hann var aðeins með 21,7% skotnýtingu. LeBron James skoraði 40 stig, tók 14 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í fimmta leiknum en það dugði ekki til sigurs. James hefur verið magnaður í úrslitunum og boðið upp á einstaka tölfræði; 36,6 stig að meðaltali í leik, 12,4 fráköst og 8,8 stoðsendingar. Sjötti leikur Cleveland og Golden State hefst klukkan eitt í nótt og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Tómas Þór Þórðarson og Kjartan Atli Kjartansson lýsa leiknum.
NBA Tengdar fréttir Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00 Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30 Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41 LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00 Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Kóngarnir af Akron Körfuboltakapparnir Stephen Curry og LeBron James hafa slegið hvert metið á fætur öðru í úrslitakeppninni en þeir eiga fleira sameiginlegt en að vera að endurskrifa NBA-söguna og vera komnir með liðin sína alla leið í úrslitaleikina um NBA-meistaratitilinn. Golden State Warriors, lið Currys, getur tryggt sér fyrsta titil sinn í 40 ár með sigri á heimavelli Cleveland í sjötta leiknum í kvöld. 16. júní 2015 06:00
Mikilvægi fimmta leiksins er óumdeilt Það lið sem hefur unnið leik 5 þegar staðan er 2-2 í úrslitaeinvígi hefur unnið titilinn 20 sinnum af 28 skiptum sem þessi staða hefur komið upp. 14. júní 2015 22:30
Golden State í lykilstöðu | Myndbönd LeBron James með þrefalda tvennu fyrir Cleveland en Golden State vann og er einum sigri frá titlinum. 15. júní 2015 07:41
LeBron James: Ég missi aldrei trúna af því að ég er sá besti í heimi LeBron James hefur ekki stórar áhyggjur þótt að lið hans Cleveland Cavaliers sé komið 3-2 undir og sé aðeins einum tapleik frá því að missa NBA-meistaratitilinn til Golden State Warriors. 15. júní 2015 11:00