„Ég held við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 10:46 Guðfinna Jóhanna Guðmunsdóttir hefur áhyggjur af börnunum vegna mótmælanna á Austurvelli á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, hefur áhyggjur af því að reiðin í samfélaginu muni bitna á börnunum og segir þá sem eldri eru eiga að vera betri fyrirmyndir. Guðfinna er afar ósátt við mótmælin sem hafa verið boðuð á Austurvelli á morgun, 17, júní, þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Mér finnst í rauninni að það sé hægt að velja alla aðra daga heldur en 17. júní. Þessi dagur er okkar lýðræðisdagur fyrir utan það er þetta dagur barnanna. Það eru börnin sem eru í bænum og börnin eru að skemmta sér. Mótmælin eiga að byrja á sama tíma og athöfnin er á Austurvelli. Þaðan hafði ég til að mynda hugsað mér að mæta í skrúðgönguna til að labba að kirkjugarðinum á Suðurgötu með barnabarninu mínu en ég get eiginlega ekki hugsað mér það. Ég held að við ættum að hugsa aðeins meira til barnanna og hvernig fyrirmyndir við erum,“ segir Guðfinna Jóhanna í samtali við Vísi um málið. Guðfinna hafði fyrr í dag sent mótmælendum tóninn á Facebook-síðu sinni þar sem hún sagðist vonast til þess að þeir gætu „rifið hausinn út úr rassgatinu á sér“ þennan eina dag. Sjá einnig: Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Þegar Guðfinna er spurð hvort hún telji ríkisstjórnina ekki bera einhverja ábyrgð á þeirri reiði sem er í samfélaginu svarar hún því að ríkisstjórnin hafi staðið sig ágætlega þó hún geri sér grein fyrir því að margir séu ósáttir við þau lög sem sett voru á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „En reiðin held ég að stafi af einhverju öðru heldur en kannski beint út í ríkisstjórnina. Ég held að sumir ættu kannski að líta í eigin barm og finna út úr allri þessi reiði sem er í þjóðfélaginu.“ Ljóst er að þessi mótmæli þykja afar umdeild en Stefán Pálsson sagnfræðingur hefur bent á að þetta er ekki í fyrsta skiptið í sögunni sem boðað er til mótmæla á 17. júní. Nefnir hann til að mynda Icesave-mótmælin á Austurvelli árið 2009 og mótmælin vegna Falun Gong fyrir nokkrum árum á þjóðhátíðardegi Íslendinga.Óumflýjanlega staðreynd nr. 1: Það man aldrei neinn neitt!- Nú er rifist um fyrirhuguð mótmæli á 17. júní eins og það s...Posted by Stefán Pálsson on Tuesday, June 16, 2015Borgarfulltrúi Pírata, Halldór Auðar Svansson, bendir á að 17. júní sé afmælisdagur Jóns Sigurðssonar sem er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi 1851. „Ég held að Jón hafi ekki barist fyrir fullveldi þjóðarinnar í því skyni að engu þyrfti þá framar að mótmæla.“17. júní er afmælisdagur Jóns Sigurðssonar en hann er þekktur fyrir að mótmæla yfirgangi danskra stjórnvalda á þjóðfundi...Posted by Halldór Auðar Svansson on Tuesday, June 16, 2015
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent