Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins vandar mótmælendum ekki kveðjurnar Birgir Olgeirsson skrifar 16. júní 2015 08:42 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina er ekki hrifin af boðuðum mótmælum á 17. júní. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætirsráðherra mun flytja ræðu á þessum degi við Austurvölll. Margir deila um mótmælin sem boðað hefur verið til á Austurvelli í Reykjavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga sem er á morgun en yfirskrift þeirra er: „Ríkisstjórnina burt – Vér mótmælum öll“ og hafa þrjú þúsund og tvö hundruð manns boðað komu sína. Einn þeirra sem hefur beðið mótmælendur um að óvirða ekki hátíðisdag þjóðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarmaður í samtökunum Heimsýn. „Ríkisstjórn var lýðræðislega kosinn til valda. Stjórnarflokkarnir eru með sterkan þingmeirhluta sem var lýðræðislega kosinn af meirhluta kjósenda í lögbundnum og löglegum kosningum almennings. Fyrrverandi ríkisstjórn vinstri flokkanna var beinlínis kosinn burt. Sættið ykkur við það og gefið réttkjörnum stjórnvöldum ráðrúm og frið til þess að framfylgja stefnumálum sínum og þar með framgangi lýðræðisins. Ykkar tími til að ná völdum kemur kannski aftur eftir tvö ár en hann er ekki núna. Síðasta Ríkisstjórn setti líka lög sem bönnuðu verkföll og það eftir aðeins nokkurra daga verkfall flugvirkja. Vinsamlega virðið lýðræðið!,“ skrifar Gunnlaugur á síðuna.Ummæli Guðfinnu um mótmælin á Facebook.Vísir/Facebook„Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin?“ Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, er ekki hrifin af þessum boðuðu mótmælum og spyr á Facebook-síðu sinni hvað sé eiginlega að fólki sem ætlar að mótmæla 17. júní á Austurvelli. „Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin sem eru að skemmta sér þennan dag. Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“Vonar að fólk muni hvíla sig frá reiðinni Þá kallar Kolbrún Bergþórsdóttir, annar af ritstjórum DV, eftir þjóðhátíðardegi án reiði í leiðara blaðsins í dag. „Fram að þessu hefur ríkt þegjandi samkomulag í íslensku þjóðfélagi að efna ekki til ófriðar á þessum hátíðisdegi. Sárafáir hafa orðið til að rjúfa það samkomulag en þegar það hefur gerst hafa mótmælaraddirnar týnst í gleðinni sem þjóðin finnur á þessum degi,“ skrifar Kolbrún sem segir það vefjast sennilega fyrir mörgum að magna upp reiði innra með sér á degi þegar lög eins og þjóðsöngurinn og Hver á sér fegra föðurland? eru sungin. „Vonandi mun þjóðin hvíla sig frá reiðinni á þjóðhátíðardaginn og sama gleði vera við völd nú í ár eins og síðustu áratugi.“„Lýðræðið er ekki aðeins á fjögurra ára fresti“Á viðburðasíðu mótmælanna á Facebook eru tíndar til ástæður fyrir mótmælunum en á meðal þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þau lækka skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrða að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra. Ríkisstjórnin hefur gengið á bak orða sinna margoft og svikið hvert kosningaloforðið á fætur öðru. Stjórnvöld hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart þeim sem minna mega sín, fátækum, heimilslausum og öldruðum. Lýðræði er ekki aðeins á fjögurra ára fresti, ríkisstjórnin starfar ekki í umboði fólksins í landinu.“ Tengdar fréttir Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Margir deila um mótmælin sem boðað hefur verið til á Austurvelli í Reykjavík á þjóðhátíðardegi Íslendinga sem er á morgun en yfirskrift þeirra er: „Ríkisstjórnina burt – Vér mótmælum öll“ og hafa þrjú þúsund og tvö hundruð manns boðað komu sína. Einn þeirra sem hefur beðið mótmælendur um að óvirða ekki hátíðisdag þjóðarinnar er Gunnlaugur Ingvarsson, stjórnarmaður í samtökunum Heimsýn. „Ríkisstjórn var lýðræðislega kosinn til valda. Stjórnarflokkarnir eru með sterkan þingmeirhluta sem var lýðræðislega kosinn af meirhluta kjósenda í lögbundnum og löglegum kosningum almennings. Fyrrverandi ríkisstjórn vinstri flokkanna var beinlínis kosinn burt. Sættið ykkur við það og gefið réttkjörnum stjórnvöldum ráðrúm og frið til þess að framfylgja stefnumálum sínum og þar með framgangi lýðræðisins. Ykkar tími til að ná völdum kemur kannski aftur eftir tvö ár en hann er ekki núna. Síðasta Ríkisstjórn setti líka lög sem bönnuðu verkföll og það eftir aðeins nokkurra daga verkfall flugvirkja. Vinsamlega virðið lýðræðið!,“ skrifar Gunnlaugur á síðuna.Ummæli Guðfinnu um mótmælin á Facebook.Vísir/Facebook„Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin?“ Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, er ekki hrifin af þessum boðuðu mótmælum og spyr á Facebook-síðu sinni hvað sé eiginlega að fólki sem ætlar að mótmæla 17. júní á Austurvelli. „Er þessu fólki alveg nákvæmlega sama um börnin sem eru að skemmta sér þennan dag. Vona að þetta fólk geti rifið hausinn út úr rassgatinu á sér bara þennan eina dag.“Vonar að fólk muni hvíla sig frá reiðinni Þá kallar Kolbrún Bergþórsdóttir, annar af ritstjórum DV, eftir þjóðhátíðardegi án reiði í leiðara blaðsins í dag. „Fram að þessu hefur ríkt þegjandi samkomulag í íslensku þjóðfélagi að efna ekki til ófriðar á þessum hátíðisdegi. Sárafáir hafa orðið til að rjúfa það samkomulag en þegar það hefur gerst hafa mótmælaraddirnar týnst í gleðinni sem þjóðin finnur á þessum degi,“ skrifar Kolbrún sem segir það vefjast sennilega fyrir mörgum að magna upp reiði innra með sér á degi þegar lög eins og þjóðsöngurinn og Hver á sér fegra föðurland? eru sungin. „Vonandi mun þjóðin hvíla sig frá reiðinni á þjóðhátíðardaginn og sama gleði vera við völd nú í ár eins og síðustu áratugi.“„Lýðræðið er ekki aðeins á fjögurra ára fresti“Á viðburðasíðu mótmælanna á Facebook eru tíndar til ástæður fyrir mótmælunum en á meðal þeirra er ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög á verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Þau lækka skatta og gjöld á útgerðina á meðan þau fullyrða að ekki séu til peningar í túlkasjóð heyrnarlausra. Ríkisstjórnin hefur gengið á bak orða sinna margoft og svikið hvert kosningaloforðið á fætur öðru. Stjórnvöld hafa vanrækt skyldur sínar gagnvart þeim sem minna mega sín, fátækum, heimilslausum og öldruðum. Lýðræði er ekki aðeins á fjögurra ára fresti, ríkisstjórnin starfar ekki í umboði fólksins í landinu.“
Tengdar fréttir Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Túlkar verkfallslögbannið sem stríðsyfirlýsingu frá feðraveldinu „Mig langar því að hvetja allar konur til róttækra stuðningsaðgerða,“ segir María Lilja Þrastardóttir sem boðar til samstöðumótmæla. 15. júní 2015 15:51