Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:45 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36