Fótbolti

Svona fagnaði færeyska landsliðið í klefanum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Skjáskot
Færeyjar eru á uppleið í heimsknattspyrnunnni, svo mikið er ljóst eftir að liðið vann 2-1 sigur á Grikklandi í undankeppni EM 2016 um helgina.

Færeyingar unnu einmitt einnig leik liðanna í Grikklandi í haust og þó svo að það séu einu stig frænda okkar í riðlinum er ljóst að ekkert lið hefur efni á að vanmeta Færeyjar.

Eins og gefur að skilja braust út mikill fögnuður í búningsklefa liðsins eftir sigurinn og þar er Gunnar Nielsen, markvörður Stjörnunnar, vitanlega í essinu sínu.

Knattspyrnusamband Færeyja setti inn meðfylgjandi myndband sem má sjá hér fyrir neðan.

Lagið í føroyska umklæðingarrúminum var gott aftan á dystin móti Grikkalandi, sera sera gott :-) Fantastiskt!

Posted by FSF - The Faroe Islands Football Association on Sunday, June 14, 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×