Launamunur sviðslistafólks sláandi: Byrjunarlaun dansara 240 þúsund krónur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 21:00 Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum. Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum.
Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira