Launamunur sviðslistafólks sláandi: Byrjunarlaun dansara 240 þúsund krónur Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 14. júní 2015 21:00 Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum. Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Dansarar og leikarar í Borgarleikhúsinu starfa hlið við hlið og teljast til sviðslistafólks. Launamunur á milli þeirra er mikill. Byrjunarlaun dansara eru 240 þúsund krónur samanborið við 350 þúsund króna byrjunarlaun leikara. Byrjunarlaun leikara annarra leikhúsa eru lægri, við Þjóðleikhúsið og Leikfélag Akureyrar eru þau rúmlega 300 þúsund krónur. Staða listdansara er afar slæm í samanburði við aðra sviðslistamenn og launþega almennt. Þetta kemur fram í óbirtri skýrslu starfshóps um framtíð Íslenska dansflokksins. Þegar starfshópurinn hóf störf voru laun dansara 215 þúsund krónur en nýverið fengu þeir kjarabót og byrjunarlaun hækkuð í 240 þúsund krónur. Marta Nordal leikstjóri er formaður starfshópsins og situr í stjórn Íslenska dansflokksins. „Við rákum augun í það að laun dansara eru mjög lág, ef þú berð launin saman við sviðslistafólk, leikara til dæmis þá eru laun dansara töluvert lægri. Dansarar eru líkt og tónlistarmenn að að mennta sig frá sex, sjö ára aldri, þau eru með töluvert lægri laun og þó er sviðslistafólk fyrir með lág laun þannig að þetta var sláandi.“ Marta segir dansinn ekki metinn sem atvinnugrein og segir framlag ríkisins til íslenska dansflokksins ekki duga til að greiða hærri laun. „Danslistin hefur aldrei verið metin sem atvinnugrein. Ástæðan fyrir því meðal annars að launin eru svo lág er að framlag ríkisins til Íslenska dansflokksins er svo ofsalega lágt að svigrúm er svo lítið. Stakkurinn er svo þröngur að öllu leyti.“ Framlag ríkisins í síðustu fjárlögum voru rúmar 133 milljón krónur. Þrátt fyrir að listdansarar séu háskólamenntaðir þá eru þeir ekki aðilar að BHM, til þess eru þeir of fáir. Marta segir hækkunina ekki duga og segir lág laun dansara endurspegla ríkjandi viðhorf til danslistar. Starfshópurinn kannaði kosti þess og galla að færa íslenska dansflokkinn í Þjóðleikhúsið og var það niðurstaðan að sá flutningur myndi vera afturför. Starfshópur kannaði einnig möguleika á að flytja íslenska dansflokkinn annað eins og til dæmis í Hörpu en sá kostur þótti ekki vænlegur sökum hárrar leigu og annars kostnaðar. Niðurstaðan er sú að Borgarleikhúsið verður áfram heimili íslenska dansflokkins þar til samningur rennur út árið 2017 en innan tíu ára verði stofnað fjölnota Danshús þar sem íslenski dansflokkurinn fengi æfinga og sýningaraðstöðu ásamt sjálfstæðum danshópum.
Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira