Erlent

Philae vaknaði til lífsins

Samúel Karl Ólason skrifar
Tölvuteiknuð mynd af Philae á yfirborði 67P halastjörnunnar.
Tölvuteiknuð mynd af Philae á yfirborði 67P halastjörnunnar. Vísir/AFP
Lendingarfarið Philae hefur kveikt aftur á sér á yfirborði halastjörnunnar P67. Farinu var sleppt úr geimfarinu Rosetta í nóvember og lenti það á stjörnunni. Um 60 klukkustundum síðar varð það rafmagnslaust. Farið hafði ekki lent á réttum stað og sólarrafhlöður þess fönguðu ekki nægjanlegt sólarljós til að halda starfsemi farsins gangandi.

Nú hefur halastjarnan hins vegar færst nærri sólu og nægilegt sólarljós fyrir lendingarfarið. Twitter reikningur sem tengdur var við farið tísti fyrr í dag.

Philae er fyrsta geimfarið sem lendir á halastjörnu og hefur þetta verkefni Evrópsku geimferðastofnunarinnar meira en tíu ár. Geimfarinu Rosetta var skotið á loft 2. mars 2004. Nú hefur lendingarfarið vaknað eftir um sjö mánaða blund.

Sjá einnig: Farsælt stefnumót í geimnum

Lendingarfarið geymir mikið af gögnum um halastjörnuna. Það sendi skilaboð til jarðarinnar í 85 sekúndur og vísindamenn ESA bíða spenntir eftir næstu sendingu.

Tímalína Rosetta Philae Philae á Twitter Rosetta á Twitter Stuttmynd sem tekin var upp á Íslandi Ambition is a collaboration between Platige Image and ESA. Directed by Tomek Bagiński and starring Aidan Gillen and Aisling Franciosi, Ambition was shot on location in Iceland, Þrjú myndbönd sem ESA gerði vegna lendingarinnar

Tengdar fréttir

Reyna að lenda á halastjörnunni

Evrópska geimvísindastofnunin mun í dag gera tilraun til að koma könnunarfarinu Philae á yfirborð halastjörnu sem þýtur í gegnum geiminn á ofsahraða. Gervitunglið Rósetta hefur síðustu vikur fylgt halastjörnunni eftir og í dag á að reyna að lenda litlu könnunarfari úr tuttugu kílómetra hæð á yfirborðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×