Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 15:36 Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er einn af ákærðu í málinu. vísir/valli „Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann. Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
„Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann.
Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15