Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júní 2015 15:36 Ríkharð Júlíus Ríkharðsson er einn af ákærðu í málinu. vísir/valli „Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann. Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
„Ég fékk taugaáfall eftir að þeir fara út og ég ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur stúta mér. Ég sá ekki fram á það að ég væri að fara að borga 5 milljónir,” sagði maður sem kom fyrir Héraðsdóm Reykjaness í dag og gaf skýrslu í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni. Þeim er gefið að sök að hafa veist að manninum í íbúð hans í Kópavogi í febrúar í fyrra og eru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og rán. Fram hafði áður komið í máli mannsins að Kristján vildi að maðurinn borgaði sér 5 milljónir því hann taldi hann hafa eyðilagt fjölskyldulíf sitt.Sjá einnig: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand”Hægri hlið líkamans „eiginlega í köku”Nágrannakona mannsins sem bjó í næstu íbúð kom svo til hans. „Hún vildi fara með mig á slysó en ég tók það ekki í mál því ég ætlaði bara að stúta mér. En svo keyrði hún mig upp á slysó og þegar ég var kominn þangað var mér kippt inn á núll einni. Hjúkkan sagði svo við mig að þau væru að hringja á lögguna. Eins og ég segi, ég ætlaði aldrei að gera það,” sagði maðurinn. Aðspurður um eftirköst af árásinni sagði hann að hann hefði hlotið nefbrot og rifbeinsbrotnað hægra megin í líkamanum. Þá hafi hann þurft að fara í aðgerð á hægri öxlinni eftir að Kristján stakk skærum í hana. Maðurinn sagði hægri hlið líkama síns „eiginlega í köku.” Þá kvaðst hann enn ekki vera búinn að ná sér líkamlega; hann væri enn að byggja sig upp.Var í fangelsi með RíkharðiÞá var hann einnig spurður um andlega líðan sína og hvort hann hafi verið í sjálfsvígshættu. „Já, í marga mánuði eftir þetta og er í raun ennþá. Ég hef hitt sálfræðinga og geðlækna út af þessu og fór mikið upp á bráðageðdeild. Ég gat ekki sofið og fékk martraðir. Ég er á geðlyfjum til að geta sofið því ef ég get ekki sofið þá endurupplifi ég þetta.” Saksóknari spurði hann svo hvort hann þekkti Kristján, Martein og Ríkharð. „Ég veit alveg hverjir þeir eru. Rikka kynntist ég 2007 í gegnum mótorhjólasamtök. Svo var ég í fangelsi sjálfur 2010, 11 og 12 og þá var hann líka í fangelsi. Ég hélt að það væri allt í lagi á milli okkar, ég hef aldrei gert honum neitt. Sömuleiðis með Martein, ég hélt að hann væri félagi minn.” Þá sagði hann Kristján hafa hringt í sig nokkrum mánuðum fyrr og hótað sér vegna barnsmóðurinnar. Fram kom fyrir dómnum að Kristján hafi viðurkennt að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potaði í hann með skærunum. Þá hefur Ríkharð sagt að hann hafi tekið manninn lausu kverkataki. Marteinn hefur hins vegar haldið því fram að hann hafi aldrei snert manninn og kvaðst sá sem ráðist var á ekki muna eftir því að Marteinn hafi kýlt hann.
Tengdar fréttir Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað. 22. apríl 2015 23:15