Enski boltinn

Bilic búinn að kaupa fyrsta leikmanninn til West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Obiang gerði fjögurra ára samning við West Ham.
Obiang gerði fjögurra ára samning við West Ham. vísir/getty
Enska úrvalsdeildarliðið West Ham United hefur fest kaup á spænska miðjumanninum Pedro Obiang frá Sampdoria. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Obiang, sem er 23 ára, skrifaði undir fjögurra ára samning við West Ham sem endaði í 12. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á nýliðnu tímabili.

Obiang, sem leikur með U-21 árs landsliði Spánar, er fyrsti leikmaðurinn sem Slaven Bilic, nýr knattspyrnustjóri West Ham, fær til liðsins.

Obiang skoraði þrjú mörk í 34 leikjum með Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

Bilic tekur við West Ham

Slaven Bilic verður næsti knattspyrnustjóri West Ham en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×