Serbar náðu í stig | Úrslitaleikur á sunnudag 10. júní 2015 19:41 Serbar töpuðu stórt á Íslandi og það gæti orðið liðinu að falli. Vísir/Ernir Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM. Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Leikur Íslands og Svartfjallalands á sunnudag verður að öllum líkindum úrslitaleikur um sigur í riðlinum í undankeppni EM 2016. Þetta varð ljóst eftir að Svartfjallaland og Serbía gerðu jafntefli í kvöld, 23-23. Fyrir vikið eru Svartfjallaland og Ísland jöfn að stigum í efsta sæti riðilsins. Bæði lið eru með sjö stig en Serbía með sex. Serbar eiga hins vegar heimaleik gegn Ísrael í lokaumferðinni og má fastlega reikna með því að þeir vinni þann leik og endi með átta stig í riðlinum. Það lið sem vinnur viðureign Íslands og Svartfjallalands á sunnudag endar sem sigurvegari riðilsins.Uppfært: Strákarnir komnir á EM Serbar náðu fjögurra marka forystu gegn Svartfellinum í fyrri hálfleik í kvöld en heimamenn létu ekki slá sig út af laginu og jöfnuðu metin með því að skora fjögur mörk í röð. Serbar vöknuðu þá aftur til lífsins og náðu þriggja marka forystu, 14-11, áður en fyrri hálfleikur var flautaður af. Svartfellingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og náðu tveggja marka forystu, 18-16. Eftir það var jafnt á flestum tölum þó svo að heimamenn voru yfirleitt skrefi á undan. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Bæði lið misstu mann af velli þegar mínúta var eftir og Serbar töpuðu boltanum stuttu síðar en staðan var þá jöfn, 23-23. Momir Ilic var svo rekinn af velli þegar fjórar sekúndur voru eftir en á lokasekúndunni átti Vasko Sevaljevic misheppnað skot að marki. Niðurstaðan var því jafntefli. *Uppfært: Tvö efstu liðin úr hverjum riðli auk liðsins sem á bestan árangur í þriðja sæti komast áfram á EM í Póllandi. Ekkert annað lið getur jafnað árangur þess liðs sem endar í þriðja sæti í riðli Íslands, sem þýðir að öll þrjú liðin - Serbía, Svartfjallaland og Ísland - eru komin á EM.
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Umfjöllun: Ísrael - Ísland 24-34 | Skyldusigur í Ísrael Fyrir utan smá hikst í upphafi leiks lenti Ísland ekki í vandræðum í Ísrael. 10. júní 2015 16:00