Lífið

Fjallað um dýrustu miða í heimi á ABC

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir sem henda sér á þessa tvo miða eiga eftir að skemmta sér vel.
Þeir sem henda sér á þessa tvo miða eiga eftir að skemmta sér vel. vísir
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur sýnt sérstökum VIP-miðum á tónlistarhátíðina Secret Solstice áhuga en íslenska hátíðin er með til sölu dýrustu VIP miða í heimi.

Um er að ræða tvo VIP miða sem seldir verða saman á  200 þúsund dollara eða um 26 milljónir íslenska króna.

Sjá einnig: Secret Solstice býður dýrustu VIP miða í heimi á 26 milljónir króna

Fjallað var um miðana í þættinum World News The Mix en sjá má umfjöllun stöðvarinnar neðst í fréttinni.

Nokkuð ljóst er að þeir sem ná í þessum tvo miða verða í nokkuð góðum málum. Þeir munu gista í fimm herbergja glæsiíbúð í Reykjavík og hafa aðgang að þyrlu sem mun fljúga með gestina hvert sem þeir vilja fara. Þyrlan mun m.a. fljúga með gestina í Bláa lónið þar sem þeir munu fá einkaaðgang að lóninu.

Auk þess munu báðir miðahafarnir fá aðgang að sínum persónulega aðstoðarmanni sem og einkabílstjóra sem hægt verður að hringja í allan sólarhringinn. Miðahafarnir munu einnig hafa aðgang að 30 metra langra snekkju sem lagt verður í Reykjavíkurhöfn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×