Enski boltinn

Sagt 90 prósent öruggt að Vidal fari til Arsenal

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arturo Vidal gæti verið leikmaðurinn sem Arsenal þarf á að halda.
Arturo Vidal gæti verið leikmaðurinn sem Arsenal þarf á að halda. vísir/getty
Spænska útvarpsstöðin Cadeona Cope sagði í morgun það vera 90 prósent klárt að Arturo Vidal, miðjumaður Juventus og Síle, myndi ganga í raðir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal hefur lagt fram tilboð í leikmanninn sem sagt er vera um 30 milljónir punda, en allar fréttir undanfarnar vikur varðandi félagaskiptin hafa verið jákvæðar í garð Lundúnaliðsins.

Vidal er þessa dagana með landsliði sínu Síle í Suður-Ameríkukeppninni þar sem heimamenn eru komnir í undanúrslit og mæta Perú.

Hann lenti sjálfur í vandræðum við upphaf keppninnar þegar hann var tekinn fullur undir stýri og klessti glæsikerru sína.

Vidal hefur spilað með Juventus í Seríu A undanfarin fjögur ár, en þaðan kom hann frá þýska liðinu Bayer Leverkusen.

Manchester United eltist við hann allt síðasta sumar og hefur haft áhuga á honum í tvö ár, en nú virðist sem svo að Arsene Wenger sé að stela Sílemanninum fyrir framan nefið á erkifjendum sínum.

Hann varð Ítalíumeistari með Juventus fjórða árið í röð og fór alla leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar með liðinu á nýafstaðinni leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×