„Stórfelld markaðsmisnotkun“ stunduð í deild eigin viðskipta Kaupþings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. júní 2015 16:16 Frá aðalmeðferð málsins í maí síðastliðnum. vísir/gva Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Sjá meira
Það er mat fjölskipaðs héraðsdóms að í deild eigin viðskipta hjá Kaupþingi hafi verið stunduð „stórfelld markaðsmisnotkun,“ en sex fyrrverandi starfsmenn og stjórnendur bankans voru í dag sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun á tímabilinu 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Topparnir Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Inólfur Helgason voru allir sakfelldir fyrir markaðsmisnotkun auk Einars Pálma Sigmundssonar sem var forstöðumaður eigin viðskipta bankans. Þá voru undirmenn hans, verðbréfasalarnir Pétur Kristinn Guðmarsson og Birnir Sær Björnsson, einnig sakfelldir.Ekki fallist á skýringar um að Kaupþing hafi verið með vakt í eigin bréfumÁ ákærutímabilinu keyptu Pétur og Birnir mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi fyrir hönd eigin viðskipta bankans. Vildi ákæruvaldið meina að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða þar sem markmið kaupanna hafi verið að halda verði bréfanna uppi eða koma í veg fyrir að það félli. Þá hafi mikil kaup eigin viðskipta verið til þess fallin að gefa eftirspurn eftir bréfunum ranglega eða misvísandi til kynna. Dómurinn gefur lítið fyrir skýringar ákærðu á því að Kaupþing hafi verið með viðskiptavakt í sjálfum sér í fjölda ára og keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum. Ákærðu hafi þar af leiðandi talið að starfseminn væri innan ramma laganna auk þess sem öllum hafi verið kunnugt um vaktina, bæði markaðsaðilum sem og eftirlitsaðilum. „Á þetta er ekki hægt að fallast. Hér að framan var starfseminni lýst og komist að þeirri niðurstöðu að um markaðsmisnotkun hefði verið að ræða. Við mat á því skiptir engu máli hvað öðrum kann að hafa verið kunnugt um og heldur ekki hvort eftirlitsaðilar hafi séð ástæðu til afskipta af starfseminni eða ekki. Hið sama á við um æltað afskiptaleysi eftirlitsstofnana bankans sjálfs, regluvarðar og innri endurskoðunar.“„Ótrúverðugt“ að Hreiðar og Sigurður hafi ekki vitað hvernig deildin vannDómurinn telur sannað með vísun til framburðar Birnis og Péturs, sem styðst við framburð Ingólfs og Einars, að verðbréfasalarnir hafi stundað markaðsmisnotkun eins og henni var lýst í ákæru. Eiga þeir að hafa stundað viðskipti með bréf í Kaupþingi að undirlagi Einars Pálma, Ingólfs, Hreiðars og Sigurðar. Dómurinn telur sannað að svo hafi verið og segir þetta um aðkomu Hreiðars og Sigurðar: „[...] þegar höfð er í huga staða ákærðu, Hreiðars Más og Sigurðar, í bankanum er ekki óvarlegt að telja sannað, þrátt fyrir neitun þeirra, að markaðsmisnotkunin hafi einnig verið að undirlagi þeirra. Hér verður að hafa í huga að hún stóð allt ákærutímabilið og fram hefur komið í málinu að deild eigin viðskipta hafi unnið á sama hátt allt frá því að hlutabréf bankans voru sett á markað. Að mati dómsins er ótrúverðugt að æðstu stjórnendum bankans hafi ekki verið kunnugt um hvernig deildin vann.“ Dóminn má lesa í heild sinni hér.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15 Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hækka ekki verðtryggðu vextina Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Sjá meira
Hreiðar, Sigurður og Ingólfur dæmdir Dómur féll í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings í dag. 26. júní 2015 13:15
Gríðarlega há málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings Málsvarnarlaun í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings eru alls um 258 milljónir króna. Minnihluti upphæðarinnar fellur á ríkið. 26. júní 2015 15:15