Enski boltinn

West Ham að landa stoðsendingakóngi frönsku deildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Payet gaf flestar stoðsendingar í frönsku úrvalsdeildinni í vetur.
Payet gaf flestar stoðsendingar í frönsku úrvalsdeildinni í vetur. vísir/getty
West Ham hefur komist að samkomulagi við Marseille um kaup á franska miðjumanninum Dimitri Payet.

Payet, sem er 28 ára, var einn besti leikmaður frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hann skoraði sjö mörk og gaf 17 stoðsendingar í 36 deildarleikjum fyrir Marseille. Enginn leikmaður gaf fleiri stoðsendingar í frönsku deildinni í vetur.

Talið er að West Ham greiði 12 milljónir punda fyrir Payet sem á að hjálpa Hömrunum í baráttunni í ensku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni.

West Ham hefur hins vegar hafnað fimm milljóna punda boði Sunderland í miðjumanninn Stewart Downing.

Downing lék sem lánsmaður með Sunderland árið 2003 og Dick Advocaat, knattspyrnustjóri liðsins, vill ólmur fá hann aftur á Ljósvang.


Tengdar fréttir

Bilic tekur við West Ham

Slaven Bilic verður næsti knattspyrnustjóri West Ham en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×