Bragi sýknaður í meiðyrðamáli Mumma í Götusmiðjunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júní 2015 16:47 Guðmundur Týr Þórarinsson og Bragi Guðbrandsson. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag sýknaður í Héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, höfðaði á hendur honum. Málið laut að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Þá hafi samskipti Mumma við börnin farið yfir velsæmismörk og framganga hans valdið vanlíðan og óöryggi, auk þess hafi hann lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum.Bragi áður dæmdur fyrir sömu ummæliBragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar og fyrrgreind ummæli dæmd dauð og ómerk því ásamt því að Braga var gert að greiða Mumma alls um 650 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann sagðist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní 2014 og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra sagði að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum taldi Bragi dóminn ekki efnislegan og fór því fram á endurupptöku sem Héraðsdómur Reykjavíkur varð við í upphafi þessa árs. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í hinu endurupptekna meiðyrðamáli fyrr í sumar og nú liggja niðurstöður héraðsdóms fyrir. Niðurstaða dómsins er að ummæli Braga brytu ekki í bága við tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá og þau hafi ekki falið í sér óviðurkvæmileg ummæli sem skaðað hafi Guðmund Tý. Bragi var sýknaður af öllum kröfum Guðmundar, Mumma gert að greiða Braga 600 þúsund krónur í málskostnað og þá var ákveðið að gjafsóknarkostnaður Mumma skyldi greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Mummi hyggst vísa málinu til Hæstaréttar. Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 „Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjandi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, fór mikinn í málflutningi sínum í meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni. 4. júní 2015 12:30 Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00 Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag sýknaður í Héraðsdómi í meiðyrðamáli sem Guðmundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni, höfðaði á hendur honum. Málið laut að ómerkingu átta ummæla sem Bragi lét falla í fjölmiðlum í kjölfar lokunar meðferðarheimilisins Götusmiðjunnar árið 2010. Þar sagði Bragi meðal annars að undirrót lokunar Götusmiðjunnar væri stjórnunarvandi forstöðumannsins Mumma sem væri farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin sem væru í meðferð. Þá hafi samskipti Mumma við börnin farið yfir velsæmismörk og framganga hans valdið vanlíðan og óöryggi, auk þess hafi hann lagt starsmenn í einelti og ekki síst hótað ungmennum líkamsmeiðingum.Bragi áður dæmdur fyrir sömu ummæliBragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar og fyrrgreind ummæli dæmd dauð og ómerk því ásamt því að Braga var gert að greiða Mumma alls um 650 þúsund krónur í miskabætur og málskostnað. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann sagðist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní 2014 og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra sagði að bera skuli stefnanda í hag þar sem stefndi hafi hvorki sótt né látið sækja þing. Af þeim sökum taldi Bragi dóminn ekki efnislegan og fór því fram á endurupptöku sem Héraðsdómur Reykjavíkur varð við í upphafi þessa árs. Vísir fjallaði ítarlega um aðalmeðferðina í hinu endurupptekna meiðyrðamáli fyrr í sumar og nú liggja niðurstöður héraðsdóms fyrir. Niðurstaða dómsins er að ummæli Braga brytu ekki í bága við tjáningarfrelsi samkvæmt stjórnarskrá og þau hafi ekki falið í sér óviðurkvæmileg ummæli sem skaðað hafi Guðmund Tý. Bragi var sýknaður af öllum kröfum Guðmundar, Mumma gert að greiða Braga 600 þúsund krónur í málskostnað og þá var ákveðið að gjafsóknarkostnaður Mumma skyldi greiðast úr ríkissjóði, þar með talin málflutningsþóknun lögmanns hans, 600.000 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Mummi hyggst vísa málinu til Hæstaréttar.
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 „Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjandi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, fór mikinn í málflutningi sínum í meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni. 4. júní 2015 12:30 Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00 Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03 Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Fleiri fréttir Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15
„Þekkir stefnandi ekki skilgreininguna á einelti?“ Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjandi Braga Guðbrandssonar forstjóra Barnaverndarstofu, fór mikinn í málflutningi sínum í meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni. 4. júní 2015 12:30
Götusmiðjan opnar aftur á ný "Við erum eina vestræna borgin sem rekum ekki neyðarúrræði fyrir unglinga á götunni. Það er ekki til. Það er blóðugt að samfélagið bjóði ekki upp á stað þar sem þessir krakkar geta komið saman,“ segir Guðmundur Týr Þórarinsson. 30. september 2014 07:00
Ummæli um hnéskeljabrot áttu að höfða til krakkanna Skýrslutökur yfir Guðmundi Tý Þórarinssyni, betur þekktum sem Mumma í Götusmiðjunni, í meiðyrðamáli hans gegn Braga Guðbrandssyni forstöðumanni Barnarverndarstofu fóru fram í gær. 4. júní 2015 10:03