Uppfært: Bam nennti ekki að kæra og málið úr höndum lögreglu Birgir Olgeirsson skrifar 22. júní 2015 10:15 Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann. Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Vísir greindi frá því fyrr í dag að bandaríski tónlistarmaðurinn og Jackass-meðlimurinn Bam Margera hefði kært árás sem hann varð fyrir á Secret Solstice-hátíðinni í Reykjavík um liðna helgi. Vísir hafði það eftir Gunnari Hilmarssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á höfuðborgarsvæðinu, en hann sagði við Morgunblaðið síðar að Bam hefði leiðst biðin á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og yfirgefið stöðina án þess að leggja fram kæru. Er málið því ekki lengur í höndum lögreglu sem mun ekki aðhafast frekar.Click here for an English version Átti árásin sér stað í hinu svokallaða framleiðsluherbergi, svæði sem er afmarkað fyrir starfsmenn, flytjendur og fjölmiðlamenn sem koma að hátíðinni. Í myndbandi sem Vísir hefur undir höndum mátti sjá upptök umræddra átaka. Þar sést hvernig Bam Margera hlýtur þrjú höfuðhögg en eitt þeirra var frá rapparanum Gísla Pálma.Sjá einnig: Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam MargeraÞegar Vísir greindi fyrst frá átökunum var haft eftir talsmanni hátíðarinnar að Bam Margera hefði verið verið í virkilega annarlegu ástandi þegar árásin átti sé stað. Hann átti að hafa reynt að brjóta sér leið inn í framleiðsluherbergi hátíðarinnar, í Þróttaraheimilinu, en honum verið meinaður aðgangur af tveimur kvenkyns starfsmönnum hátíðarinnar. Voru mennirnir sem réðust á Bam sagðir hafa verið að koma stúlkunum til bjargar vegna áreitis frá Margera.Sjá einnig: Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólkÍ samtali við Vísi í gær þvertók Bam hins vegar fyrir að hann hafi áreitt kvenkyns starfsmenn hátíðarinnar. Hann hafi verið ákveðinn en ekki með nokkru móti áreitt þær. Hann sagðist hafa viljað ná tali af einum af starfsmönnum hátíðarinnar, umboðsmanninum Leon Hill. Hann sagði Hill hafa haft af sér og hljómsveit sinni, The Earth Rocker, fé og vildi fá að ræða við umboðsmanninn vegna þessa. Margrera sagðist hafa komið þeim skilaboðum til Leon Hill að blaðamaður bandaríska tímaritsins The Rolling Stone hefði viljað ræða við hann. Sagði hann Hill hafa brugðið í brún við að sjá Margera við barinn í framleiðsluherberginu og í kjölfarið hefðu félagar hans ráðist á hann.
Tengdar fréttir Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54 Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58 Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landsþekktir tónlistarmenn réðust á Bam Margera Bam Margera var í annarlegu ástandi og áreitti starfsmenn Secret Solstice 20. júní 2015 23:54
Átökin á myndbandi: Þverneitar að hafa áreitt starfsfólk Í myndbandi sést greinilega hvernig þrír menn, þar á meðal rapparinn Gísli Pálmi, slá Bam Margera í andlitið áður en hann fellur með höfuðið á dyrakarm. Málið snýst um óuppgerðar skuldir. 21. júní 2015 14:58
Vildi mar gera á Margera Notendur Twitter, innlendir sem erlendir, hafa gert sér mat úr slagsmálum gærkvöldsins. 21. júní 2015 20:37