Erlent

„Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá messunni í dag.
Frá messunni í dag. vísir/epa
Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. Messan var sú fyrsta sem haldin var í kirkjunni síðan árásin átti sér stað. Klukkur í meira en tólf kirkjum í Suður-Karólínu hringdu á sama tíma í dag í minningu þeirra sem létust.

Hundruð manna komu til messu í kirkjunni í dag en mikil öryggisgæsla var á staðnum. Svartur dúkur var settur yfir stól Clamentu Pinckney, prests í kirkjunni sem skotinn var til bana í árásinni.

Séra John Gillison sagði við messuna að djöfullinn hefði komið inn í kirkjuna og reynt að taka völdin.

„En djöfullinn getur ekki tekið völdin og stjórnað okkar fólki. Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar,“ sagði séra Gillison.

Dylan Roof, maðurinn sem skaut fólkið í kirkjunni til bana, er 21 árs gamall. Hann er sagður hafa viljað koma á stríði milli kynþátta í Bandaríkjunum en áður en hann lét til skarar skríða sat hann drykklanga stund með sóknarbörnum í kirkjunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×