Enski boltinn

Leikmaður ársins hjá West Ham áfram hjá félaginu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cresswell skrifar undir nýja samninginn.
Cresswell skrifar undir nýja samninginn. vísir/getty
Vinstri bakvörðurinn Aaron Cresswell hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við West Ham United.

Nýji samningurinn gildir til ársins 2020 með möguleika á tveimur árum til viðbótar.

Cresswell, sem er 25 ára, gekk í raðir West Ham frá Ipswich fyrir ári og spilaði vel með Hömrunum á síðasta tímabili. Svo vel að hann var valinn leikmaður ársins hjá West Ham.

Cresswell, sem var í unglingaakademíu Liverpool, lék alla 38 leiki West Ham á síðasta tímabili og skoraði tvö mörk. Liðið endaði í 12. sæti.

Sjá einnig: Einn besti leikmaður frönsku deildarinnar til West Ham.

Nýr maður er kominn í brúnna hjá West Ham; Króatinn Slaven Bilic, fyrrverandi leikmaður liðsins, en hann tók við starfinu af Sam Allardyce.

Tímabilið byrjar snemma hjá West Ham í ár en liðið hefur leik í forkeppni Evrópudeildarinnar eftir tvo daga. Hamrarnir drógust á móti Lusitanos frá Andorra en fyrri leikurinn fer fram 2. júlí og sá síðari viku seinna.


Tengdar fréttir

Bilic tekur við West Ham

Slaven Bilic verður næsti knattspyrnustjóri West Ham en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×