Lífið

Forstjórar flaka til góðs

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá forstjórana í fullu fjöri.
Hér má sjá forstjórana í fullu fjöri.
Starfsmenn Nýherja, TM Software, Applicon og Tempo fögnuðu sumri með sjóðheitu sumarpartýi með viðskiptavinum í Hvalasafninu í síðustu viku.

Einn af hápunktum kvöldsins var þegar forsvarsmenn nokkurra viðskiptavina samstæðunnar kepptu í fiskflökun í góðgerðarskyni. 

HB Grandi lagði til forláta karfa og fengu keppendur hraðkennslu í réttum handtökum hjá gæðastjóra fyrirtækisins.

Forstjórarnir þóttu bera sig faglega að í karfaflökuninni, og eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var keppnin hörð.

Það var Viðar Þorkelsson forstjóri Valitor sem sigraði að lokum og ánafnaði Ljósinu verðlaunaféð, 350.000 kr, en vinnuveitendur þátttakenda lögðu til 50.000 kr. hvert. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×