Lífið

Valkyrjur á leið í óvissuferð: „Vígbúnar hjálmum og leðri sitjandi á mótorfákum“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frá ferðinni fyrir ári síðan.
Frá ferðinni fyrir ári síðan.
„Nafnið „Valkyrja” kallar gjarnan fram í hugann æsilega mynd af vígbúnum skjaldmeyjum sem æða um vígvelli jarðarinnar til að sækja fræknustu kappana og flytja þá til Valhallar Óðins,“ segir Sigrún Kaya Eyfjorð sem er í bifhjólaklúbbnum Valkyrjur. Framundan er hin árlega óvissuferð klúbbsins.

„Á ári hverju fer hópur meyja óvissuferð en þá vígbúnar hjálmum og leðri sitjandi á mótorfákum og er því óhætt að segja að þar séu komnar okkar tíma Valkyrjur með eldmóð í hjarta og og huga.“

Hún segir að vel hafi verið tekið á móti hópnum á Ingólfstorgi á síðasta ári og í fallegu veðri.

„Lagt var af stað austur fyrir fjall í Friðheima í Grímsnesi þar sem vertinn sjálfur Knútur tók á móti hópnum og kynnti fyrir þeim magnaða tómataræktun þar sem býflugur skipa stóran þátt í framleiðsluferlinu. ásamt því að vera með hunangsframleiðslu. Fengu allar Valkyrjur að gæða sér á þeirri gæðavöru.“

Nú á laugardaginn hefst ferðin klukkan tíu við Hörpuna.

„Þar verður vel tekið á móti fljóðum og fákum eins og alltaf en svo verður lagt af stað í dulúðuga óvissu á slaginu 11:00.  Ekið er á bundnu slitlagi alla ferðina sem allar eiga að ráða við,“ segir Sigrún en ég má lesa nánar um viðburðinn.

Ferðin heppnaðist vel.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×