Pétur Viðarsson hefur fengið að fresta námi sínu í Ástralíu og mun því klára tímabilið með FH-ingum. Þetta staðfesti hann í samtali við mbl.is í kvöld.
Pétur hefur verið fastamaður í liði FH bæði í vörn og á miðju en hann var í liði FH sem vann SJK frá Finnlandi, 1-0, í forkeppni Evrópudeildar UEFA í kvöld.
„Ég er mjög sáttur við þessa niðurstöðu,“ sagði Pétur en eftir sigurinn í kvöld er ljóst að FH mætir Inter Baku frá Aserbaídsjan í næstu umferð forkeppninnar.
