Innlent

150.000 króna sekt fyrir utanvegaakstur á Mývatnsöræfum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Eins og sjá má eru ljót sár í landinu eftir utanvegaaksturinn.
Eins og sjá má eru ljót sár í landinu eftir utanvegaaksturinn. mynd/lögreglan
Erlendur ferðamaður var sektaður um 150.000 krónur fyrir utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum síðastliðinn þriðjudag.

Tilkynnt var um atvikið þá til lögreglunnar á Norðurlandi eystra en vitni var að utanvegaakstrinum sem tók niður bílnúmerið og kom upplýsingunum til lögreglu. Var því hægt að hafa uppi á ökumanninum.

Lögreglan fór á staðinn í gær og myndaði verksummerkin „sem svo sannarlega voru ekki falleg og með ólíkindum að nokkrum skuli detta það í hug að aka svona um landið,“ eins og segir á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.

Ferðamaðurinn var, eins og áður segir, sektaður um 150.000 krónur:

„Eftir standa hinsvegar ljót sár í landinu sem munu verða lengi að hverfa. Að taka niður bílnúmer og við tölum nú ekki um að ná mynd t.d. á farsímann af svona háttalagi hjálpar mikið til við að upplýsa svona brot.”

Þann 7. júlí var tilkynnt til lögreglunnar á Norðurlandi eystra um utanvegaakstur austan við Hrossaborg á Mývatnsöræfum...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Thursday, 9 July 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×