„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Samúel Karl Ólason skrifar 9. júlí 2015 10:30 Frá höfninni í Bíldudal. Vísir/PJetur „Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
„Stundum er þetta þannig og ekki hægt að útskýra hvað gerðist. Ég veit ekki hvernig ég komst á kjöl, vissi ekki fyrr en ég stóð þar. Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim. Það er bara svoleiðis,“ segir leikarinn og hásetinn Þröstur Leó Gunnarsson. Hann er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. Þetta segir Þröstur Leó í samtali við Morgunblaðið. Hann dró tvo skipsfélaga sína upp á kjöl skipsins, en fjórði félaginn, Magnús Kristján Björnsson, fórst. Hann var faðir skipstjórans, Björns Magnússonar. Þröstur og mennirnir tveir telja sig hafa verið í um klukkustund á kili bátsins þegar þeim var komið til bjargar af áhöfn Mardísar frá Súðavík og skömmu síðar sökk Jón Hákon. Hvorki liggur fyrir hvers vegna báturinn sökk, né af hverju hvorki björgunarbátar né björgunarhringir flutu upp.Stóð einn uppi á kili Í samtali við Morgunblaðið segist Þröstur telja að það hafi tekið bátinn einungis um tíu sekúndur að fara á hvolf. Hefði skipið sokkið alveg undan þeim telur hann að kuldinn hefði farið með þá á stuttum tíma. „Þetta gerðist á nokkrum sekúndum og sjórinn var allt í einu kominn upp í hné á mér. Ég æddi af stað og komst upp á síðuna bakborðsmegin,“ segir Þröstur Leó. Hann hafi staðið á lunningunni og horft niður á Guðmund Rúnar Ævarsson þar sem hann var að skálka mannop niður í lest. Björn hafði farið inn í brú til að reyna að keyra bátinn upp úr þessu. „Ég hélt áfram hringinn um leið og báturinn valt og stóð að lokum aleinn uppi á kilinum, aðeins blautur upp í hné,“ segir Þröstur. Rannsóknarnefnd sjóslysa heldur vestur í dag til að hefja skoðun sína á því hvers vegna Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent