Enginn bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina- sextán, að sögn Landhelgisgæslunnar.
Ásgrímur Ásgrímsson framkvæmdasstjóri aðgerðasviðs Gæslunnar hefur orðið var við þennan vanda, en hver ætli að skýringin gæti verið?
„Algengasta skýringin sem við hjá Landhelgisgæslunni fáum er að menn eru á ákveðnum svona „lókal“ rásum sem þeir eru með á hverju veiðisvæði fyrir sig og nota það í staðinn fyrir sextán. Flest fjarskiptatæki eru nú þannig að það er bæði hægt að láta þau skanna þannig að þau hlusti á ákveðið margar rásir, eða svokallað „dualwatch“ þar sem að hægt er að vera á þeirri lókalrás sem verið er að nota og eins rás sextán“ segir hann.
Þá segir Ásgrímur það hugsanlegt að veiðimenn séu einfaldlega hættir að nenna að gá eftir bátum sem tilkynnt er um. Hann bætir við að Landhelgisgæslan hafi til þessa ekki refsað veiðimönnum sem ekki hafa hlustað á neyðarrásina eða trassað að bregðast við tilkynningum gæslunnar.
„En við höfum ávítað báta fyrir hlustvörslu í gegnum tíðina,“ sagði Ásgrímur Ásgrímsson.
Enginn bátur svaraði þegar stjórnstöðin sendi út svonefnt Mayday Relay í gærmorgun, sem jafngildir neyðarskeyti frá bátnum sjálfum, en sem betur fer var farsímasamband á svæðinu þannig að að það náðist í sjómann í farsíma, sem hélt þegar á vettvang og tók mennina um borð.
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina

Tengdar fréttir

Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“
„Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“

Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar
Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla.

Nafn mannsins sem lést
Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað.

Hvorugur björgunarbátanna blés út
Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi.