Enski boltinn

West Ham að ganga frá kaupum á varnarmanni Juventus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ogbonna hefur leikið 10 landsleiki fyrir Ítalíu.
Ogbonna hefur leikið 10 landsleiki fyrir Ítalíu. vísir/getty
Samkvæmt frétt Daily Mail hefur Juventus samþykkt kauptilboð West Ham United í ítalska varnarmanninn Angelo Ogbonna.

Talið er að kaupverðið sé í kringum átta milljónir punda en Ogbonna mun skrifa undir fjögurra ára samning við Lundúnaliðið.

Ogbonna er uppalinn hjá Torino en færði sig um set til nágrananna í Juventus árið 2013. Hann varð tvívegis ítalskur meistari með Juventus. Þá hefur Ogbonna, sem á nígeríska foreldra, leikið 10 landsleiki fyrir Ítalíu.

Sjá einnig: Einn besti leikmaður frönsku deildarinnar til West Ham.

Í síðasta mánuði varð David Gold, örðum stjórnarformanni West Ham, á í messunni þegar hann birti mynd af Ogbonna á Twitter-síðu sinni þegar hann tilkynnti um kaupin á miðjumanninum Pedro Obiang frá Sampdoria.

Nú virðist Ogbonna í alvörunni vera á leið til West Ham og Gold ætti því að vera óhætt að nota myndina af honum aftur.

Á morgun sækr West Ham Lusitanos frá Andorra heim í seinni leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Hamrarnir unnu fyrri leikinn á heimavelli með þremur mörkum gegn engu og eru því svo gott sem komnir áfram.


Tengdar fréttir

Bilic sýndi okkur enga virðingu

Þjálfari FC Lusitans var mjög óánægður með ákvörðun Slavens Bilic að stýra ekki West Ham af hliðarlínunni í Evrópudeildinni.

Bilic tekur við West Ham

Slaven Bilic verður næsti knattspyrnustjóri West Ham en hann er búinn að skrifa undir þriggja ára samning við félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×