Lífið

Á erindi við alla þjóðina, en amma má ekki hlusta

Guðrún Ansnes skrifar
í eina sæng Ugla og Saga ætla að taka stjórnmálamenn á beinið, sem og hvor aðra.
í eina sæng Ugla og Saga ætla að taka stjórnmálamenn á beinið, sem og hvor aðra. mynd/aðsend
„Ég sagði við ömmu að þetta ætti erindi við alla þjóðina, en hún mætti samt alls ekki hlusta, þetta er mjög persónulegt,“ segir Ugla Egilsdóttir, sem á föstudag mun taka á móti fólki í kjallara Norræna hússins ásamt Sögu Garðarsdóttur.

Munu þær stöllur leiða saman hesta sína undir formerkjum Ástarinnar og leigumarkaðarins, og fá til sín nafntogaða stjórnmálamenn.

„Við ætlum að fá þá til að uppljóstra einhverju úr ástarlífinu sínu og Saga ætlar að mæta með óvæntan gest úr fortíð minni,“ útskýrir Ugla yfir sig spennt og þvertekur fyrir að upplýsa hver ætli að kíkja við. Það gæti jafnvel farið svo að þær frumflytja ný lög, sem þær hafa verið að dunda sér við að semja í sameiningu.

Standa þær Ugla og Saga reglulega fyrir svona viðburðum, en þá yfirleitt eru þær einar og taka upp á svokallað podcast, eða hlaðvarp.

„Nú ætlum við að vera „live“, en það tekur alltaf aðeins meira á, enda verðum við yfirleitt svo spenntar og uppveðraðar þegar við höfum áhorfendur,“ skýtur Ugla að og bætir við að áhorfendur séu hvattir til að spyrja krefjandi spurninga á viðburðinum sem hefst klukkan 21.30 í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×