Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu þegar Bandaríkin unnu 2-1 sigur á Hondúras í fyrsta leik sínum í Gullbikarnum, álfukeppni Norður- og Mið-Ameríku.
Clint Dempsey skoraði bæði mörk Bandaríkjanna sem þóttu ekki sannfærandi þrátt fyrir sigurinn.
Dempsey kom bandaríska liðinu yfir á 26. mínútu og eftir rúmlega klukkutíma leik skoraði hann sitt annað mark. Carlos Israel Discua minnkaði muninn í 2-1 á 70. mínútu en nær komst Hondúras ekki.
Í nótt gerðu Panama og Haítí 1-1 jafntefli í sama riðli.
Næsti leikur Bandaríkjanna er gegn Haítí á laugardaginn.
Aron ónotaður varamaður í sigri Bandaríkjanna

Tengdar fréttir

Aron í bandaríska hópnum sem á að verja Gullbikarinn
Jürgen Klinsmann búinn að velja þá 23 sem spila í Norður- og Mið-Ameríkubikarnum fyrir hönd Bandaríkjanna.

Dempsey í tveggja ára bann fyrir að rífa í sundur minnisbók dómara | Myndband
Fyrirliði bandaríska landsliðsins tapaði sér í uppbótartíma í bikarleik gegn erkifjendunum.