Erlent

Vilja sérstakan dómstól fyrir þá sem skutu niður vél Malaysia Airlines

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vélin var skotin niður í júlí á síðasta ári með þeim afleyðingum að 298 létust.
Vélin var skotin niður í júlí á síðasta ári með þeim afleyðingum að 298 létust. Vísir/AFP
Malasísk stjórnvöld vilja að settur verði upp sérstakur dómstóll til að rétta yfir þeim sem ábyrgir eru fyrir að hafa skotið niður flugvél Malaysia Airlines í Úkraínu. Vélin var skotin niður í júlí á síðasta ári með þeim afleyðingum að allir 298 farþegar og starfsmenn um borð létust.

Flugvélin var á ferð yfir svæði sem var undir stjórn aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins þegar hún var skotin. Leiðtogar uppreisnarmanna hafa neitað að hafa skotið vélina niður. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×