Alþingi afgreiðir mál á færibandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2015 19:18 Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson. Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira
Umdeild þingsályktunartillaga um Hvammsvirkjun var samþykkt á Alþingi í dag án þess að breytingartillögur meirihlutans næðu fram að ganga. Þingmenn keppast nú við að afgreiða mál sem samkomulag er um og urðu þrettán frumvörp að lögum í dag og fimm þingsályktanir voru samþykktar. Þing hefur ekki setið eins lengi og frá síðasta hausti allt frá árinu 1985 en síðustu vikurnar hefur verið deilt um nokkur stórmál sem tafið hefur að þing fari í sumarleyfi. Eitt þeirra 65 mála sem samkomulag varð um að klára var að Hvammsvirkjun fari í nýtingarflokk en berytingartillögur um aðrar virkjanir voru látnar víkja. „Það er mikill sigur fyrir þá umgjörð sem við höfum byggt með lögum hér í landinu um vernd og nýtingu náttúruverðmæta að stjórnarmeirihlutinn hefur dregið til baka breytingartillögur sem hann reyndi að hnoða hér í gegn þvert á lögbundna ferla,“ sagði Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar við atkvæðagreiðslu um Hvammsvirkjun í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði málið snúast hvernig þjóðin umgengist náttúruna. „Í þessu máli viljum við að Þjórsá njóti vafans. Þar vega þyngst þau rök, þau málefnalegu rök sem hafa verið reifuð í þessari umræðu um villta laxinn. Sem er auðvitað auðlind sem ekki verður metin til fjár og við munum þess vegna leggjast gegn þessari tillögu. Tillagan um Hvammsvirkjun eina var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. En Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sem boðaði fjórar aðrar virkjanir í breytingartillögu sagði þetta mál sýna tvískinnung stjórnarandstöðunnar til virkjanamála. Málið yrði tekið upp aftur í haust. „Og ég harma það að þetta skuli vera með þessum hætti. Umræðan svo ómálefnaleg eins og raun ber vitni. En eins og ég sagði hér í ræðu minni í gær; fyrri hálfleik var að ljúka, nú er hálfleikur og seinni hálfleikur mun hefjast og hann mun hefjast með stæl,“ sagði Jón Gunnarsson.
Alþingi Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir „Lausa skrúfan“seld á Akureyri Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Sjá meira