Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 1. júlí 2015 12:15 Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina þar sem greidd verða atkvæði um aðgerðir til að leysa skuldavanda þjóðarinnar. Vísir/AFP Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann. Grikkland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Ræðismaður Íslands í Grikklandi segir afstöðu þjóðarinnar til aðgerða til að tryggja frekari neyðaraðstöð Evrópusambandsins vera að breytast. Í upphafi vikunnar hafi flestir verið vissir um að hafna samkomulaginu en nú sé staðan önnur. Hann ráðleggur Íslendingum á ferð til landsins að vera með nóg af reiðufé.Skiptar skoðanirYannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að það geti reynst slæmt fyrir Grikki að skrifa ekki undir samkomulag. „Grikkir byrjuðu vikuna og voru svolítið sterkir og allir tilbúnir að kjósa nei, að við viljum ekki skrifa undir þennan samning af því að hann er ekki nógu góður. En núna með bankana lokaða er það ekki svo einfalt fyrir fólk,“ segir hann. „Núna eru nokkrir að byrja að segja kannski eigum við að semja og vera í rólegheitum í evrunni og fá bara endalaust lánað og borga vexti. Þjóðfélagið er dálítið dofið og það er mjög erfitt. Fólk veit ekki hvað það á að gera lengur,“ segir hann.Nýtt fyrir Grikkjum að greiða atkvæðiYannis segir að Grikkir séu ekki vanir þjóðaratkvæðagreiðslum. Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í landinu fyrir 41 ári síðan. Sjálfur telur hann atkvæðagreiðsluna snúast um hvort Grikkland haldi áfram í evrusamstarfinu eða ekki. „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig, ekki vanir atkvæðagreiðslum og ekki vanir að hafa pólitíkusa sem segja sannleikann og núna allt í einu þarf það að upplýsa sig um hvað á að gera og taka ákvörðun sjálfi. Það er eitthvað sem Grikkir eru ekki vanir að gera,“ segir hann. „Það verður mjög erfitt fyrir fólk að kjósa. Fólk veit ekki hvað á að kjósa, hvort það á að kjósa nei eða já, hvað er best fyrir ríkið og hvað verður best fyrir sjálfan sig.“60 evrur nóg fyrir daginn Bankar í Grikklandi hafa verið lokaðir alla vikuna og takmörk hafa verið sett á úttektir úr hraðbönkum; íbúar landsins geta ekki tekið meira en 60 evrur úr hraðbönkum. Yannis segir það þó duga til að fara í gegnum daginn. „Það kostar ekki mikið að borða og lifa einn dag í Grikklandi og 60 evrur eru alveg nóg fyrir það. Og það er alveg nóg af bensíni í tönkum í Grikklandi til vara, til september eða eitthvað en það er örugglegt að það verði margir peningakassar tómir og bensínstöðvar tæmdar mun fyrr,“ segir hann. Bankar opnir á netinu Hann bendir á að enn sé aðgangur að heimabönkum opinn. „Það er hægt að flytja peninga á milli á netinu. Ég get verið að selja hluti út úr fyrirtækinu mínu og fengið bara peninga inn á bankareikninginn, ég þarf ekki að hafa bankann opinn, en það er ekki allir í Grikklandi tengdir svona vel og það verða örugglega vandamál og það verða miklu meiri vandamál ef við erum að tala um lengur en svona tvær vikur,“ segir ræðismaðurinnYannis ráðleggur Íslendingum á ferð í Grikklandi að vera með reiðufé á sér. „Grikkland er ekki hættulegt land en það þarf að hafa smá reiðufé á sér til að vera öruggur að þú getir haft það gott í Grikklandi,“ segir hann.
Grikkland Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira