Erlent

Hér um bil allir íbúar Norður-Kóreu kusu í sveitarstjórnarkosningum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. vísir/epa
Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í Norður-Kóreu í dag og var kosningaþátttaka 99,97%, að því er ríkisfjölmiðill landsins greinir frá. Breska dagblaðið Telegraph fjallar um kosningarnar. 

Kjósendur voru „syngjandi og dansandi“ þegar þeir mættu á kjörstað til að kjósa samkvæmt ríkisfjölmiðlinum en um fyrstu sveitarstjórnarkosningarnar er að ræða sem fara fram í landinu síðan Kim Jong-un tók við stjórn landsins af föður sínum í desember 2011.

Sveitarstjórnarkosningar fara fram á fjögurra ára fresti í Norður-Kóreu. Kosningarnar eru að hluta tilraun til að réttlæta notkun orðsins „lýðræði“ í opinberu nafni landsins, Alþýðulýðveldi Kórea (e. The Democratic People‘s Republic of Korea).

Kosningar í Norður-Kóreu eru ekki beint lýðræðislegar og hafa í raun ekki mikla þýðingu fyrir íbúa landsins. Á kjörseðlinum er aðeins nafn eins flokks, Verkamannaflokkurinn, en Kim Jong-un er einmitt leiðtogi hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×