Erlent

Hákarl réðst á heimsmeistara á brimbrettamóti

Atli Ísleifsson skrifar
Mich Fanning, margfaldur heimsmeistari.
Mich Fanning, margfaldur heimsmeistari.
Hákarl réðst á margfaldan heimsmeistara á brimbretti, Mick Fanning frá Ástralíum í úrslitaeinvíginu á J-Bay Open fyrr í dag. Fanning slapp þó án meiðsla.

Atvikið náðist á filmu enda var mótið, sem fram fer í Jeffreyflóa í Suður-Afríku, í beinni útsendingu í sjónvarpi.

Á myndskeiði má sjá hvernig hákarlinn eltir Fanning þegar hann situr á brimbretti sínu og bíður eftir öldunni. Hákarlinn lætur svo til skrarar skríða.

Fanning segir í samtali við Fox Sports að hann hafi bara setið rólegur þegar hann fann skyndilega að eitthvað greip hann í fótinn. „Ég stökk strax til og hákarlinn hélt áfram. Ég sparkaði, öskraði og sló hann í bakið.“

Skipuleggjendur ákváðu að fresta úrslitaeinvíginu þar sem sést hafi til fleiri hákarla á keppnissvæðinu.

Sjá má myndband af atvikinu að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×