Erlent

Harma birtingu myndbands af sjö ára gamalli Englandsdrottningu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Elísabet Englandsdrottning.
Elísabet Englandsdrottning. vísir/getty
Breska dagblaðið The Sun birti í dag myndband frá árinu 1933 sem sýnir Elísabetu Englandsdrottningu, þá 7 ára gamla, heilsa að því er virðist að nasistasið.

Í myndbandinu eru einnig móðir Elísabetar, systir hennar og frændi, Eðvarð prins, sem síðar varð konungur. Myndbandið er tekið í Balmoral-görðunum en í því sést hvernig drottningarmóðirin lyftir upp höndinni, líkt og hún heilsi að sið nasista. Elísabet litla hermir eftir henni og Eðvarð prins lyftir einnig upp hönd sinni.

Samkvæmt frétt BBC harmar Buckingham-höll að myndbandið hafi verið birt en ekki er vitað hvernig The Sun komst yfir það.

„Flestir sem sjá þetta myndband munu horfa á það í samhengi þess tíma sem það er tekið . [...] Enginn vissi á þessum tíma hvernig hlutirnir myndu þróast og að gefa eitthvað annað í skyn er óheiðarlegt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×