Heimildarmynd um Apollo-æfingarnar í bígerð Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 11:35 Walt Cunningham og Rusty Schweickart voru meðal annars teknir tali í Öskju. Mynd/sævar helgi Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason. Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira
Æfingum Apollo-geimfarana á Íslandi árin 1965 og 1967 verða gerð skil í nýrri heimildarmynd sem þeir Sævar Helgi Bragason, Andri Ómarsson og Örlygur Hnefill Örlygsson vinna nú að fullum fetum. Sævar segir í samtali við Vísi að vinnan að baki myndinni hafi hafist fyrir nokkrum árum og að þeir félagar hafi unnið að henni eins og tími og fjárráð hafa leyft hverju sinni. Hann segir þá félaga alla vera mikla aðdáendur Appolo-geimferðanna - „og þykir ekki leiðinlegt að velta fyrir okkur æfingarferðunum hingað til Íslands þannig að við ákváðum að hefja smíði heimildarmyndar um þær ferðir allar,“ segir Sævar. Myndin mun að sögn Sævars byggja á viðtölum við geimfarana sem hingað komu til lands og Íslendingana sem snigluðust í kringum æfingarferðirnar og fylgdu geimförunum hvert fótmál. Þá verða viðtölin brotin upp með myndefni frá þessum árum – jafnt ljósmyndum sem myndbandsupptökum.Sterkar Íslandstengingar Þeir félagar hafa nú tekið fjöldan allan af viðtölum fyrir myndina. Þeirra á meðal eru viðtal við William A. Anders sem var hér á landi fyrir tveimur árum. Anders var um borð í Apollo 8 og var í báðum æfingarferðum hingað til lands árin 1967 og 1967 og hefur því ákveðna sérstöðu í þessari sögu. „Svo tók hann íslenska tuttugu og fimmeyring með sér til tungslins,“ bætir Sævar við og því ljóst að Anders hafði sterka tengingu við Ísland. Síðustu tvær vikur hafa aðstandendur myndarinnar tekið viðtöl við þá Harrison Schmitt, sem var í Apollo 17 og er jafnframt síðasti maðurinn sem steig fæti á tunglið, og Walt Cunningham (Apollo 7) og Rusty Schweickart (Apollo 9) en þá tvo síðarnefndu má sjá á myndinni hér að ofan. Þeir voru viðstaddir afhjúpun minnisvarðar við Könnunarsögusafnið á Húsavík í gær um æfingar Apollo geimfarana á Íslandi en í ár eru 50 ár liðin frá fyrri æfingarferðinni. Þó svo að eðlilega sé eitthvað farið að skolast til í minni geimfaranna, hálfri öld eftir heimsókn þeirra til landsins, segir Sævar að ýmsilegt hafi rifjast upp fyrir þeim þegar þeir komu aftur á staðina þar sem þeir höfðu verið æfingar um 50 árum áður. Þá hafi ljósmynd af þeim Cunningam og Schweickart að tjalda í Drekagili einnig vakið upp ýmsar minningar.Frásagnirnar vel nýttar Sævar segir að enn sé óljóst hvenær myndin verður tilbúin til sýninga en vonir standa til að frumsýna hana næst vetur. Það ráðist þó allt af tíma og fjármagni en þeir Sævar, Andri og Örlygur vinna að myndinni í sjálfboðastarfi og greiða sjálfir fyrir komu geimfaranna til lansins. Vinna þremenninganna mun koma til með að nýtast á mörgum sviðum að sögn Sævars. Könnunarsögusafnið á Húsavík muni þannig njóta góðs af heimildarmyndargerðinni og verður hluti myndefnisins notaður í fræðsluefni á netinu – að öllum líkindum á geimurinn.is og Stjörnufræðivefnum. „Það er ekki verra að geta haft mennina sjálfa til að segja frá,“ segir Sævar Helgi Bragason.
Mest lesið Maríanna og Dommi trúlofuð Lífið Aðstoðarmennirnir og ástin Lífið Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Lífið Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lífið Einhvern tímann var allt fyrst Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Lífið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Prinsessan eignaðist dóttur Lífið Fyrsti kossinn átti sér stað í bílakjallara Lífið Fleiri fréttir Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Sjá meira