Erlent

Þýska þingið greiðir atkvæði um frekari neyðaraðstoð í dag

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Gert er ráð fyrir að þingið samþykki að fara í viðræðurnar.
Gert er ráð fyrir að þingið samþykki að fara í viðræðurnar. vísir/AFP
Þýska þingið greiðir í dag atkvæði um hvort heimila eigi viðræður um 86 milljarða evra neyðaraðstoð til Grikklands. Þýskaland er eitt nokkurra landa sem þurfa að samþykkja viðræðurnar áður en þær geta formlega hafist.

Gert er ráð fyrir að þingið samþykki að fara í viðræðurnar en það er í samræmi við samkomulag sem gert var með stuðningi Angelu Merkel Þýskalandskanslara í 
Brussel  við  Alexis   Tsipras  forsætisráðherra Grikklands.

Grikkir hafa þegar samþykkt umfangsmiklar niðurskurðar og 
aðhaldsaðgerðir  og einkavæðingu ríkiseigna sem var skilyrði fyrir viðræðunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×