Erlent

Skotárás vestanhafs: Fjórir landgönguliðar og árásarmaðurinn féllu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Árásin beindist gegn tveimur skrifstofum á vegum Bandaríkjahers
Árásin beindist gegn tveimur skrifstofum á vegum Bandaríkjahers vísir/getty
Fjórir bandarískir landgönguliðir féllu fyrir hendi byssumanns í bænum Chattanooga í Tennessee-fylki í kvöld. Þrír slösuðust í árásinni en árásin beindist gegn tveimur skrifstofum á vegum Bandaríkjahers

Árásarmaðurinn, sem lét lífið í kúlnahríð lögreglu á vettvangi, var hinn 24 ára gamli Muhammad Youssef Abdulazeez. Hann er fæddur í Kúveit og hefur því verið haldið á lofti í fjölmiðlum vestanhafs að hann kunni að vera í venslum við hryðjuverkasamtökin Íslamska Ríkið.  



  

Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði í samtali við fjölmiðla eftir árásina að þær væri þyngra en tárum taki að hugsa til þess að 'einstaklingar sem þjónað hafa landi sínu með svo miklum glæsibrag þurfa að láta lífið með þessum hætti.” Hann bætti við að stjórnvöld hygðust styðja við við bakið á fjölskyldum fórnarlambana og aðstoða þær við að komast yfir áfallið. Tvennum sögum fer af því hvort litið sé á árásina sem hryðjuverk eða ekki. Bill Killian, saksóknari í Tennessee segir að málið sé rannsakað sem hryðjuverk en rannsóknin sé á frumstigi. Fulltrúi bandarísku alríkislögreglunnar FBI segir hins vegar að of snemmt sé að fullyrða um það í ljósi þess að enn sé óljóst hvað raunverulega bjó að baki árásinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×