Erlent

Farron nýr leiðtogi Frjálslyndra í Bretlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Tim Farron á kosningafundi fyrr á árinu.
Tim Farron á kosningafundi fyrr á árinu. Vísir/AFP
Tim Farron hefur verið kjörinn nýr leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi. Farron tekur við embættinu af Nick Clegg sem sagði af sér í kjölfar ósigurs flokksins í bresku þingkosningunum í maí síðastliðinn.

Hinn 45 ára Farron var fyrirfram talinn líklegastur af veðbönkum að taka við stjórnartaumunum í flokknum, en hann hlaut 56,5 prósent greiddra atkvæða í kjörinu. Þingmaðurinn Norman Lamb hlaut 43,5 prósent atkvæða.

Farron gegndi áður embætti forseta flokksins sem fer fyrir miðstjórn hans.

Frjálslyndi flokkurinn náði einungis átta þingmönnum inn á þing í kosningnum og misstu þar með 48 þingsæti.


Tengdar fréttir

Aðrir leiðtogar víkja

Fyrirfram var búist við flókinni stöðu að loknum þingkosningum í Bretlandi: Íhaldsmenn og Verkamannaflokkurinn yrðu jafnir og annar flokkurinn þyrfti að reiða sig á stuðning smærri flokka til að koma á starfhæfri ríkisstjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×