Erlent

Höfuðpaur árásarinnar á Garissa-háskóla drepinn í drónaárás

Atli Ísleifsson skrifar
148 manns voru drepnir í hryðjuverkaárásinni í Garissa-háskóla í apríl síðastliðinn.
148 manns voru drepnir í hryðjuverkaárásinni í Garissa-háskóla í apríl síðastliðinn. Vísir/AFP
Fjórir háttsettir liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shebaab voru drepnir í drónaárás Bandaríkjahers í Sómalíu í morgun. Talsmaður innanríkisráðherra Keníu staðfesti þetta í samtali við fjölmiðla í dag.

Í frétt News24 segir að einn hinna látnu hafi verið of Mohamed Mohamud, einnig þekktur sem Dulyadin, Kuno og Gamadhere, sem er talinn hafa skipulagt hryðjuverkaárásina á Garissa-háskóla í Kenía í apríl þar sem 148 manns voru drepnir. Flestir hinna látnu voru stúdentar við skólann.

Mwenda Njoka, talsmaður innanríkisráðuneytsins, segir að Bandaríkjaher hafi stýrt drónanum, en að Keníuher hafi veitt þeim víðtæka aðstoð.


Tengdar fréttir

Þjóðarsorg í Kenía

Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir vegna fjöldamorðanna þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Shabab myrtu hundrað fjörutíu og átta.

Líkin flutt til greftrunar

Lík þeirra 148 sem létust þegar vopnaðir menn réðust inn í Garissa í Kenía hafa verið flutt til grefrunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×